�?etta er til skammar

Breytingar á vaktafyrirkomulagi lögreglunnar í Vestmannaeyjum taka gildi á mánudag og hafa í för með sér að fimm daga vikunnar verður enginn lögreglumaður á vakt milli klukkan þrjú og sjö á nóttunni. Verða lögreglumenn á bakvakt á þessum tíma. Aðeins einn er á dagvakt í miðri viku en gert er ráð fyrir að annaðhvort yfirlögregluþjónn […]

Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað upp á Fimmvörðuháls

Björgunarfélag Vestmannaeyja var fyrr í dag kallað til leitar norsks göngumanns á Fimmvörðuhálsi. Maðurinn er meiddur á fæti en var fyrr í dag í símasambandi við björgunarsveitir en tókst ekki að gefa upp staðsetningu sína. Leitin hefur ekki borið árangur. Með tilkomu Landeyjahafnar má hins vegar búast við að leitað verði til Björgunarfélags Vestmannaeyja í […]

Meistaramóti GV frestað

Golfvöllurinn er óleikhæfur vegna aðkomuvatns og spáð er áframhaldandi úrkomu, því hefur verið ákveðið að fella niður fyrsta hringinn í meistaramóti GV. Leiknar verða 54 holur í stað 72. Á morgun fimmtudag hefst leikur kl. 15.00 röðun flokka verður eins og fram kemur hér að neðan. Félagsmenn athugið að enn er hægt að skrá sig […]

Til allra sem hlut eiga að máli

Ég sé að þessi litli pistill minn um ÍBV hefur komið við „kaunin“ á ansi mörgum sem standa ÍBV nærri og biðst ég innilega afsökunar á að hafa vakið þá upp af „Þyrnirósarsvefninum“. Það sem ég var að skrifa er bara það sem allur almenningur í Eyjum er að ræða um. Ég ætla mér ekki […]

�?g skrapp til Eyja um síðustu helgi

Það er mikið fagnaðarefni að sjá hversu skjótt stjórnvöld og Vegagerðin bregðast við til að halda þjóðvegi eitt opnum eftir að brúin við Múlahvísl hvarf. Auðvitað geta menn ekki ráðið við náttúruöflin en menn geta ráðið því hvernig brugðist er við vandamálinu. Auðvitað gengur það ekki að þjóðvegur eitt sé lokaður á kafla. Þess vegna […]

Nokkrar spurningar til Magnúsar �?. Jónassonar

Ég las grein Magnúsar frá Grundarbrekku og hún skilur eftir nokkurar spurningar sem væri gott að fá svör. – Hvaða eilífu kröfur er ÍBV að leggja á bæjarfélagið? – Hvað fær þig til að tala svo niður til fóks sem heimsækir þjóðhátíð og þú gefur þér leyfi til að kalla LIÐ ? – Gerir þú […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.