Ég las grein Magnúsar frá Grundarbrekku og hún skilur eftir nokkurar spurningar sem væri gott að fá svör.
– Hvaða eilífu kröfur er ÍBV að leggja á bæjarfélagið?
– Hvað fær þig til að tala svo niður til fóks sem heimsækir þjóðhátíð og þú gefur þér leyfi til að kalla LIÐ ?
– Gerir þú þér grein fyrir því hvað þetta LIÐ skilur eftir af peningum til samfélagsins, íþróttafélagsins, verslana og veitingastaða?
– Eru einhver rök að baki því að íþróttaiðkendur í Eyjum njóti ekki ábata ÍBV?
– Hverjir eru þessu fáu útvöldu sem þú nefnir?