Eyþór rauf skriflegt samkomulag

Eins og áður hefur komið fram hefur knattspyrnudeild ÍBV rift samningi við Eyþór Helga Birgisson en hann braut agareglur liðsins um síðustu helgi. Á sama tíma er Tryggvi Guðmundsson settur í ótímabundið bann fyrir brot á sömu reglum og þykir mörgum ósamræmi í meðhöndlun leikmannanna tveggja. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV segir ástæðuna mjög […]
Talið að Herjólfur hafi flutt um tuttugu þúsund farþega

Flutningur þjóðhátíðargesta með farþegaferjunni Herjólfi gekk afar vel fyrir sig í ár en fjöldi fólks sigldi með skipinu á milli lands og Eyja í þjóðhátíðarvikunni. „Það er bara bros og gleði í Herjólfi,“ sagði Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri skipsins. „Þetta voru miklir flutningar en gengu gríðarvel fyrir sig og alveg áfallalaust,“ segir hann í samtali við […]
Baldock áfram hjá ÍBV

Enski miðjumaðurinn George Baldock mun ekki halda af landi brott í vikunni eins og upphaflega var áætlað, heldur mun hann spila með ÍBV út ágústmánuð. Þetta eru virkilega góð tíðindi fyrir ÍBV enda hefur þessi ungi leikmaður slegið í gegn í herbúðum ÍBV og verið einn sterkasti leikmaður liðsins í sumar. (meira…)