Talið að Herjólfur hafi flutt um tuttugu þúsund farþega
9. ágúst, 2012
Flutningur þjóðhátíðargesta með farþegaferjunni Herjólfi gekk afar vel fyrir sig í ár en fjöldi fólks sigldi með skipinu á milli lands og Eyja í þjóðhátíðarvikunni. „Það er bara bros og gleði í Herjólfi,“ sagði Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri skipsins. „Þetta voru miklir flutningar en gengu gríðarvel fyrir sig og alveg áfallalaust,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið í dag.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst