�?ll mörkin hjá Gunnari Heiðar í ár

Eins og áður hefur komið fram, varð knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson næst markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar í ár. Gunnar skoraði 17 mörk, einu marki meira en þegar hann varð markakóngur deildarinnar fyrir sjö árum síðan. Hér að neðan er hægt að sjá myndband með öllum 17 mörkum Gunnars en myndbandið endar svo með glæsimarki sem […]

Nú fáum við okkur í annarri fótinn

Tónlistarmaðurinn og alþýðu­skáldið Bjartmar Guðlaugsson heldur sína árlegu tónleika í Alþýðuhúsinu á laugardagskvöldið. Bjartmar ­fagnaði sextugsafmæli sínu sl. sumar með stórum afmælistónleikum og útgáfu á myndarlegum safndiski sem inniheldur þrjá diska með 60 lögum. (meira…)

Lögfræðingur á rjúpnaveiðum

Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð fyrir frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að endað við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum. Þeir heilsast og tala saman en […]

Hótanir á fölskum forsendum

LÍÚ hótar nú verkbanni vegna veiðigjaldsins. Á sama tíma hefur hagnaðurinn af útgerð sjaldan eða aldrei verið meiri. Þá heimtar LÍÚ að lækka laun sjómanna því laun sjómanna séu of há og þörf sé á lækkun þeirra vegna veiðigjaldsins. Fullyrðingar um slíkt standast þó ekki. Launakostnaður, líkt og rekstrarkostnaður útgerða, er frádreginn stofni til veiðigjalds. […]

Grjótflug af malarvellinum

Í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið og Vestmannaeyjar á föstudag og laugar­dag fauk allt laust efni af malarvell­inum við Löngulág yfir húsin neðst við Strembugötuna sem eru vestan við völlinn. Íbúi segir það ekki nýtt að mold og sandur berist frá vellinum en aldrei áður hafi verið grjóthríð. (meira…)

Florentina sækir um ríkisborgararétt

Florentina Stanciu, markvörður kvennaliðs ÍBV í handbolta hefur leitað til HSÍ vegna aðstoðar við umsókn um íslenskan ríkisborgararétt. Flórentina er að margra mati einn besti markvörður sem leikið hefur í íslensku úrvalsdeildinni um árabil en hún hefur dvalið hér á landi í 7 ár en þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Haft var […]

Stærri og ennþá flottari sýningar

Töframaðurinn Einar Mikael snýr aftur til Vestmannaeyja í vikunni en hann mun halda tvær sýning­ar á föstudaginn, aðra fjölskyldu­sýningu sem byrjar 19:30 og svo hina fyrir 18 ára og eldri sem hefst klukkan 22:00. Þetta er í annað sinn sem Einar Mikael sýnir í Eyjum en síðast þegar hann kom var troðfullt en báðar sýningarnar […]

Býð mig fram í 1. til 4. sæti á lista Samfylkingarinnar

Ágætu Sunn­lendingar. Eftir að hafa legið undir feldi í langan tíma hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég gæti gert gagn á Alþingi og þess vegna býð ég mig fram í 1. – 4. sæti á framboðslista Samfylkingar hér í Suðurkjördæmi. Ég er komma­krakki úr Hveragerði, félagshyggja og jöfnuður eru mér í blóð borin […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.