Herjólfi snúið við

Rétt í þessu var herjólfi snúið við aftur til Vestmannaeyja en skipið var þá statt við Landeyjahöfn. Á facebook-síðu skipsins segir að því hafi verið snúið við vegna hratt hækkandi ölduhæðar en ölduhæð þar klukkan 18 var 2,7 metrar og 25 metrar á sekúndu í hviðum. „Útlitið fyrir síðustu ferð kvöldið er því miður ekki […]

Staðan aldrei verri

Staða Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur aldrei verið verri en nú. Rekstrarféð er á þrotum þegar enn eru níu mánuðir eftir af ­rekstrarárinu. Í síðustu viku átti Margrét Júlíusdóttir að mæta í lyfja­gjöf á Heilbrigðisstofnunina en henni var vísað frá, þar sem ekki var hægt að leysa lyfið út. (meira…)

Dalurinn.is hrundi

Forsala miða á þjóðhátíð hófst í morgun klukkan 9 en svo virðist sem straumurinn liggi til Eyja. Mikið álag var á vef hátíðarinnar, Dalurinn.is en í tilkynningu á vefnum segir að vegna álagsins, hafi tekið lengri tíma að staðfesta greiðslur og senda út kvittanir til viðskiptavina. Allar greiðslur hafi hins vegar verið mótteknar og því […]

�?g kem í maí

Markvörðurinn David James hefur gefið það sterklega í skyn að hann muni koma til Íslands og spila með ÍBV á komandi tímabili. Eins og margir vita hefur James tekið hálfgerðu ástfóstri við kvennalið Fylkis, sem er í æfingaferð í Bournemouth núna, og birti hann mynd af sér í keilu með liðinu á Twitter síðu sinni. […]

Hermann Hreiðarsson með leikheimild með ÍBV

Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV hefur fengið leikheimild með liðinu frá og með deginum í dag. Hermann hefur ekki gefið út að hann ætli að spila með liðinu í sumar en þó sagst ætla að vera til taks ef á þarf að halda. ÍBV á næst leik gegn BÍ/Bolungarvík í Akraneshöllinni næstkomandi laugardag klukkan 14:00. (meira…)

Nýr straummælir eykur öryggi

Vonir standa til að nýr straummælir í Landeyjahöfn auki tíðni ferða í höfninni og öryggi. Herjólfur hóf siglingar í Landeyjahöfn í gærmorgun. Dæluskip eru búin að dæla yfir 100 þúsund rúmmetrum af sandi úr höfninni á undanförnum vikum, að því er fram kemur í umfjöllun um höfnina í Morgunblaðinu í dag. (meira…)

Fjórar ungar Eyjastúlkur í lokahóp U-17

Fjórar ungar Eyjastúlkur eru í lokahóp íslenska handboltalandsliðsins skipað leikmönnum 17 ára og yngri. Þetta eru þær Arna Þyrí Ólafsdóttir, Erla Rós Sigmarsdóttir, Sandra Dís Sigurðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir en það er ekki á hverjum degi sem ÍBV á jafn marga fulltrúa í íslensku landsliði í handbolta. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.