Herjólfur siglir til �?orlákshafnar það eftir er mars

Samkvæmt núgildandi ölduspá eru verulegar líkur á því að siglt verði til Þorlákshafnar frá föstudegi og fram í næstu viku. Allir farþegar sem eiga bókað far með Herjólfi föstudag til sunnudags eru þegar skráðir til Þorlákshafnar þannig að sú niðurstaða að sigla þangað kallar ekki á nein viðbrögð eða breytingar. (meira…)

Er framtíðin björt?

Mér finnst hafa skapast undarlegt and­rúmsloft á Alþingi undanfarið sem ekki er vænlegt til árangurs. Einhver hroki og besserwissera­háttur – það virðast allir vita hvernig á að leysa málin og hinn aðilinn virðist ALLTAF hafa vitlaust fyrir sér. Hvernig getur það verið? Í staðinn fyrir að þetta fólk sem er í vinnu hjá íslensku þjóðinni, […]

Metnaðarfull og fagleg sýning

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir á morgun, fimmtudag, söngleikinn Grease í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Kvikmyndina Grease, eða Koppafeiti eins og hún hét á okkar ylhýra móðurmáli, þekkja allir enda ein allra vinsælasta söngva­mynd kvik­mynda­sögunnar. Vetur­liði Guðnason samdi ísl­enska texta laganna en í aðal­hlutverki eru þau Ævar Örn Kristinsson, sem leikur Danny Zuko, Emma Bjarna­dóttir, sem leikur Sandy […]

Á þriðja tug listamanna frá Eyjum á leiðinni vestur

Um helgina fer fram á Ísafirði hin árlega rokkhátíð alþýðunnar Aldrei fór ég suður. Þar eigum við Eyjamenn að sjálfsögðu okkar fulltrúa og það á þriðja tug. En það eru hljómsveitin Blind Bargain og Lúðrasveit Vestmanna­eyja. (meira…)

Nóg af stórum og góðum þorski

Þrír bátar eru gerðir út á net í Vestmannaeyjum og nú er ekki verið að eltast við tonnin. Það er verðmætið sem skiptir máli og er allt kapp lagt á að koma með sem best hráefni að landi. Þegar spáir brælu er dregið í og legið með netin í landi frekar en að draga tveggja […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.