Pálmi Freyr tók veðrið í síðasta sinn á miðnætti

Á miðnætti í gærkvöldi tók Pálmi Freyr Óskarsson, veðurathugunarmaður í Stórhöfða, veðrið í síðasta sinn. Þar með er lokið rúmlega 100 ára sögu veðurathugunarmanna á Stórhöfða og er Pálmi Freyr fjórði ættliðurinn í beinan karllegg sem gegnir starfinu. Héðan í frá taka við sjálfvirkar athuganir sem gefa upp vindhraða og hitastig en lýsing á sjólagi […]
�?tla að vinna vörur úr geitamjólk

Geiturnar þrjár ehf., nýtt sprotafyrirtæki í Eyjum, fékk hæsta styrk úr sjóðnum Atvinnumál kvenna en úthlutunin fór fram á dögunum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Fyrirtækið Geiturnar þrjár ehf. eiga þær Berglind Sigmarsdóttir, Ragnheiður Sveinþórsdóttir og Heather Philp, sem eru allar búsettar hér […]
Erlingur veltir enn vöngum

Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV, liggur enn undir feldi og veltir fyrir sér tilboði frá austurríska A-deildarliðinu SG Insignis Westwien um að gerast þjálfari þess á næsta keppnistímabili. Rúm vika er liðin síðan félagið hafði samband við Erling. „Ég er enn að velta þessu fyrir mér og reikna ekki með að svara af eða á […]
Eins og gert er í óvinveittri yfirtöku fyrirtækja

Óánægja er innan bæjarstjórnar Vestmannaeyja með tilnefningu Bankasýslu ríkisins á stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að Bankasýslan hagi sér eins og gert er í óvinveittri yfirtöku fyrirtækja. (meira…)
Töpuðu gegn Víkingi í æfingaleik

Karlalið ÍBV lék síðasta æfingaleik sinn fyrir komandi tímabil þegar liðið mætti Víkingi Reykjavík á SS-vellinum á Hvolsvelli. Aðstæður voru ekkert sérlega sumarlegar þegar liðin áttust við, kuldi og rok en það voru Víkingar, sem spila í 1. deild, sem höfðu betur 2:1. Víkingar komust í 2:0 áður en Kjartan Guðjónsson minnkaði muninn fyrir ÍBV. […]
Mannshöndin víkur

„Ég ólst upp við þetta, að þurfa að vera með hugann við veðurathuganir, alltaf á þriggja tíma fresti. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning þegar það er fyrir bí,“ segir Óskar Jakob Sigurðsson, sem lengi sinnti veðurathugunum á Stórhöfða. Sonur Óskars, Pálmi Freyr, tók við af honum árið 2008 en fyrir skömmu var ákveðið að […]