�?tla að vinna vörur úr geitamjólk
1. maí, 2013
Geiturnar þrjár ehf., nýtt sprota­fyrirtæki í Eyjum, fékk hæsta styrk úr sjóðnum Atvinnumál kvenna en úthlutunin fór fram á dögunum. Skil­yrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Fyrir­tækið Geiturnar þrjár ehf. eiga þær Berglind Sigmarsdóttir, Ragnheiður Svein­þórs­­dóttir og Heather Philp, sem eru allar búsettar hér í Eyjum. Þær hyggjast framleiða vörur úr geitamjólk og byrja á að pakka geitamjólkurdufti í neytendapakkningar. Í framhaldinu stefna þær á framleiðslu á geitaosti, jógúrt og ís úr geitamjólk.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst