Elliði vill verða bæjarstjóri í Ölfusi

Fyrrverandi bæjarstjórar Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Ísafjarðar og Garðs ásamt fyrrverandi framkvæmdarstjóra Árborgar sækjast eftir stöðu bæjarstjóra Í Ölfusi. Átján sækjast eftir stöðunni, en fimm kusu að draga umsókn sína til baka.Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í dag. Ráðningarferlið er unnið í samvinnu við fyrirtækið Capacent, en í sveitarfélaginu bíða mörg verkefni, sérstaklega í atvinnumálum. Þá […]
Það kom með kalda vatninu

Með Eyjafréttum sem fór í aldreifingu innanbæjar í dag og til áskrifenda annarstaðar er sérstakt 18 bls. blað sem helgað er komu vatnsins til Eyja 20. Júlí 1968. Þessara merku tímamóta verður einnig minnst með fundi á laugardaginn 7. Júlí í Sagnheimum – efri hæð Safnahúss kl. 14.00-16.00. Þar flytur Ívar Atlason erindi um söguna […]
Nýr vefur Eyjafrétta opnaður

Eins og við sögðum frá í frétt fyrr í dag eru breytingar að verða á útgáfu Eyjafrétta. Hluti af breytingunni er nýr vefur Eyjafrétta og leit hann dagsins ljós í dag. Ný og endurbætt síða var opnuð í litlu boði í nýju aðsetri Eyjafrétta að Ægisgötu tvö. Það var Sara Sjöfn Grettisdóttir ritstjóri Eyjafrétta sem […]
Málefnasamningur nýs meirhluta

Málefnasamningur nýs meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur litið dagsins ljós. Meirihlutinn er skipaður af fjórum fulltrúum, einn úr Eyjalistanum og þrír fulltrúar frá Fyrir Heimaey. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sagði í samtali við Eyjafréttir að samstarfið hafi farið vel af stað og það væru mörg spennandi og krefjandi verkefni framundan. Hægt er að lesa málefnasamningin hér […]
Allt er breytingum háð

Allt í heiminum er hverfult og eru breytingar óhjákvæmilegur hluti af lífi okkar allra. Þær geta ýmist verið jákvæðar eða neikvæðar og þar ræður mestu hugarfar okkar gagnvart þeim. Árangursríkast er þegar maður ákveður sjálfur að breytast. Erfiðar getur oft reynst að taka þátt í ákvörðunum sem einhver annar tekur. Að ákveðja að breytast er […]
Goslokahátíðin hefst í dag

Í ár fögnum við því að 45 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu 1973 og að á þessum árum hefur vel tekist til að byggja hér upp blómlegt samfélag á ný. Fyrir liggur dagskrá Goslokahátíðar 2018 og eru kjörorð nefndarinnar mannamót, samvera og vinafundir. Formleg dagskrá hefst í dag og er nóg um að vera fyrir […]
Sex hundruð milljónir króna í afleiddar tekjur í gegnum árlega viðburði ÍBV

Nálægt sex hundruð milljónir króna í afleiddar tekjur verða eftir ár hvert í Vestmannaeyjum í gegnum árlega viðburði íþróttafélagsins ÍBV, er greint frá í Morgunblaðinu í dag. „Þarna er ég reyndar bara að tala um þessi tvö stóru fótboltamót, Orkumótið og Pæjumótið, og svo Þjóðhátíð. Að auki höldum við svo árlega tvö handboltamót og þrettándagleði, […]