Fögnum framtíðinni

Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum tekur undir með Ferðamálasömtökunum í Vestmannaeyjum og fagnar því að Vestmannaeyjabær hafi tekið við rekstri Herjólfs og stuðlar þannig að fleiri ferðum og ódýrari fargjöldum. Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum ræddi á síðasta fundi mikilvægi greiðra samgangna fyrir verslun og þjónustu í Vestmannaeyjum. Eins og flestum er ljóst hafa verslanir í Vey. […]

Öruggar áfram í bikarnum eftir 31 marks sigur

ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með Víkingsstúlkur í 1. umferð Coca-cola bikars kvenna í Víkinni í kvöld. ÍBV stúlkur sitja í þriðja sæti Olísdeildarinnar á meðan Víkingu er í níunda sæti 1. deildar. Staðan í hálfleik var 7-22 og notaði Hrafnhildur Skúladóttir tækifærið og gaf ungum leikmönnum tækifæri á að spila. Fór svo að […]

Nýjasta tölublað Eyjafrétta komið út

Við förum um víðan völl í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kemur út í dag. Meirihluti frétta sem skrifaðar eru þessa daganna snúa að Herjólfi ohf. Framkvæmdastjóri félagsins og stjórnin sendu frá sér siglingaráætlun og gjaldskrá á dögunum. Gjaldskráin hefur verið á milli tannanna á fólki og samkvæmt stjórnarformanni félagsins er ekki um neitt ólögmætt að […]

Að virkja golfstrauminn

Þessa dagana er verið að keyra upp varmdælurnar sem við höfum séð rísa við Hlíðarveg 4.  Af því tilefni ætlar Ívar Atlasona að halda fróðlegt erindi í Visku, í kvöld kl. 19.30 til 21.00, um dælurnar og hugmyndafræðina að virkja golfstrauminn ef við getum sagt svo.. Erindið er þátttakendum að kostnaðarlausu en þátttakendur eru beðnir […]

Framundan eru bjartir tímar og fjöldi tækifæra

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fagnar því að Vestmannaeyjabær hafi tekið við rekstri Herjólfs. Með rekstur Herjólfs í höndum heimamanna er hagsmunum  bæjarbúa best borgið. Samtökin lýsa yfir ánægju með nýja samgönguáætlun, sérstaklega fjölgun ferða og vonast til að hægt verði að opna fyrir bókanir fljótlega. Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja hefur trú á að það muni koma í […]

Fermingarbörn ganga í hús í dag og safna til hjálparstarfs

Meðal þess sem fermingarbörnin fá að kynnast í vetur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum kirkjunnar okkar. Við njótum samstarfs við starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefur útbúið efnið sem við notum, myndir og upplýsingar um líf fólksins á verkefnasvæðum í Afríku. Fermingarbörnin fá að kynnast erfiðleikum sem fólkið glímir við og við munum ræða ábyrgð […]

Silja Elsabet er sigurvegari í keppninni ungir einleikarar

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vestmanneyingurinn Silja Elsabet Brynjarsdóttir tók þátt og var ein af sigurvegurunum. Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.