Lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2019

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hafði framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2019 og gerði grein fyrir helsu rekstrarliðum í áætluninni í gær þegar bæjarstjórn fundaði. Við umræðu um fjárhagsáætlun 2019 tóku einnig til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Trausti Hjaltason, Elís Jónsson, Njáll Ragnarsson. Á fundinum bar Elís Jónsson forseti bæjarsjórnar bar upp lykiltölur […]
Tillögur Sjálfstæðisflokksins við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var fyrri umræða um fjárhagsáætlun ársins 2019. Í áætluninni líkt og í ársreikningum Vestmannaeyjabæjar 2017 er sterk staða sveitarfélagsins óumdeilanleg enda hefur aðhald og ábyrgð í rekstri á undanförnum kjörtímabilum verið keppikefli Sjálfstæðisflokksins. Ábyrg fjármálastjórnun er enda grundvöllur að aukinni þjónustu við íbúa og minni álögum. Við fyrri umræðu […]
Nýtt lag og nýr samningur

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant frá Vestmannaeyjum tilkynnti fyrr á þessu ári um útgáfu nýjustu plötu sinnar, „Across the Borders“ sem átti að koma út í dag, þann 9. Nóvember. Síðan þá hefur ýmislegt gerst og Júníus Meyvant hefur gert útgáfusamning við Bandaríska útgáfufyrirtækið Glassnote Records um útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og öðrum markaðssvæðum sem útgáfan leggur […]
Clara og Sísí Lára á æfingar hjá KSÍ

Jón Þór Hauksson nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu valdi Sigríði Láru Garðarsdóttur í æfingahóp sem kemur saman um helgina í Reykjavík. Þetta er fyrsti hópurinn sem Jón Þór velur og verður spennandi að sjá hvort Sísí Lára fái ekki fleiri tækifæri með A-landsliðinu. Þá hefur Jörundur Áki Sveinsson valið æfingahóp sinn fyrir U-17 ára landsliðið […]
Sigurður Arnar skrifaði undir hjá ÍBV

Sigurður Arnar Magnússon skrifaði undir nýjan samning hjá ÍBV íþróttafélagi og gildir hann út árið 2020. Sigurður kom sterkur inn í lið ÍBV síðasta sumar og er einn af efnilegri fótboltapeyjum félagsins og hlaut Fréttabikarinn 2018 á lokahófi ÍBV eftir síðasta tímabil. Næsta verkefni hans er með U21 landsliði Íslands. Hann er á leiðinni með […]