Sigurður Arnar Magnússon skrifaði undir nýjan samning hjá ÍBV íþróttafélagi og gildir hann út árið 2020.
Sigurður kom sterkur inn í lið ÍBV síðasta sumar og er einn af efnilegri fótboltapeyjum félagsins og hlaut Fréttabikarinn 2018 á lokahófi ÍBV eftir síðasta tímabil.
Næsta verkefni hans er með U21 landsliði Íslands. Hann er á leiðinni með U21 landsliði Íslands til Kína á sunnudaginn og tekur þar þátt í fjögurra landa móti. Leikið verður í Kína, Mexíkó og Thaílandi.
„Við óskum Sigurði Arnari og stuðningsmönnum til hamingju með áframhaldandi samstarf,” segir í frétt á ibvsport.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst