Jólasveinaklúbbur Bókasafnsins með jólaskemmtun

Jólasveinaklúbbur Bókasafns Vestmannaeyja býður öllum börnum bæjarins til jólaskemmtunar í Safnahúsinu fimmtudaginn 20 desember kl. 16-17. Dagskráin hefst með upplestri Einsa Kalda á hinni sígildu bók Þegar Trölli stal jólunum, öll börn sem mæta geta tekið þátt í happdrætti, dansað verður í kringum jólatré við undirleik Jarls Sigurgeirssonar og jólasveinninn ætlar að kíkja í heimsókn […]

Mestur verðmunur á kjöti og konfekti

Mikill verðmunur var á jólamat milli verslana í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var á mánudaginn síðastliðinn. Mestur var verðmunurinn á algengum jólamat eins og kjöti, gosi, jólaöli og konfekti og er því ljóst að neytendur geta sparað sér töluverðar fjárhæðir þegar keypt er í jólamatinn. Allt að 1.400 kr. verðmunur var á kílóverðinu af hangilæri […]

Fullt út að dyrum á jólatónleikum kórs Landakirkju

Í gærkvöldi var kór Landakirkju með sína árlegu jólatónleika, fullt var út að dyrum og jólaandinn sveif yfir vötnum. Einsöngvari á tónleikunum var Hallveig Rúnarsdóttir og Balázs Stankowsky lék á fiðlu. Stjórnandi kórsins er Kitty Kóvács og lék hún einnig á píanó og orgel. Í lokin fengu allir gestir kerti með ljósi frá altarinu og […]

Jólarás Vestmannaeyja fer í loftið á föstudaginn

Jólarás Vestmananeyja er að fara í loftið á föstudaginn. Hægt að hlusta á FM 104,7 eða á jolarasin.live. Formleg dagskrá hefst svo á föstudaginn næstkomandi klukkan 12 á hádegi. Til að geta hlustað í síma eða öðru snjalltæki á net útsendinguna þarf fyrst að ná í VLC player, en hann er hægt að nálgast í PlayStore […]

Jólahlaðborð og tónleikar í Höllinni

Um síðustu helgi mættu um 300 mans í Höllina á árlegt jólahlaðborð og jólatónleika. Einsi Kaldi og hans fólk sá um matseldina, hlaðborðið var hið glæsilegasta og hvert öðru betra ef út í það er farið. Forréttir, kaldir réttir, heitir réttir og eftirréttir, eitthvað fyrir alla og flestir lögðu í þrjár ferðir að borðinu. Það […]

19. desember – Gísli Stefánsson

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.