Þakplötur og klæðingar hafa losnað í óveðrinu

Björgunarfélag Vestmannaeyja hafði nógu að snúast síðdegis í dag við að festa þakplötur og klæðningar sem voru byrjaðar að losna af húsum víðsvegar um bæinn. Einnig var Björgunarfélagið ræst út eftir kvöldmat þar sem plast var farið að rifna frá gluggum í nýbyggingu, Ásnes við Skólaveg. Björgunarfélagsmenn er enn í viðbragðsstöðu en seinnipartinn í dag var […]
Smíðin á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Í skipasmíðastöð Vard í sveitarfélaginu Aukra í Noregi er unnið að smíði á nýrri Vestmannaey og Bergey fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin í Vestmannaeyjum, en Bergur-Huginn er dótturfélag Síldarvinnslunnar. Þeir Gunnþór Ingvarsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri Bergs-Hugins voru í Noregi í síðustu viku þar sem fundað var um smíði skipanna. Guðmundur segir að smíðin sé […]
Íbúafundur vegna tillögu að matsáætlun vegna brennslu og orkunýtingarstöðvar frestað

Vegna óviðráðanlegra orsaka er fundi sem auglýstur var fimmtudaginn 7. feb. frestað til þriðjudagsins 12. febrúar kl. 18.30. Fundurinn verður haldinn í Eldheimum. Umhverfis- og framkvæmdasvið. (meira…)
Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup – Fundinum frestað

*Vegna spár um vonsku veður síðdegis í dag, verður að fresta íbúafundi um þjónustukönnun Gallup, sem til stóð að halda í dag, um eina viku. Fundurinn verður því haldinn í Eldheimum þriðjudaginn 12. febrúar milli kl. 17:00 og 18:30. ….. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er […]
Aðeins eitt stig úr tvennu gærdagsins

ÍBV reið ekki feitum hesti frá tvennu gærdagsins þegar bæði karla- og kvennalið ÍBV í handbolta léku heimaleiki. Aðeins eitt stig sat eftir. Frítt var á leikina í boði Ísfélagsins. Stelpurnar riðu á vaðið kl. 18 þegar þær fengu Valsstúlkur í heimsókn. ÍBV eiginlega sá aldrei til sólar í leiknum gegn toppliði Vals sem tók […]
Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár

Hinn 7. febrúar gefur Íslandspóstur út sérstakt frímerki til minningar um 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Af því tilefni er þann dag opnuð sýning þar sem hönnuður frímerkisins, Hlynur Ólafsson, afhjúpar og kynnir frímerkið. Einnig verður sýnt úrval þeirra frímerkja sem eru í eigu bæjarins sem og kynntir þeir Vestmannaeyingar sem hafa hannað frímerki til útgáfu. […]