Nýsköpun, markaðssetning og framtíðin

Þriðjudaginn 12. febrúar var Siglfirðingurinn Róbert Guðfinnsson með gríðarlega áhugavert erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Mikill áhugi var fyrir erindi Róberts, enda mættu á fimmta tug í Setrið til að hlýða á erindið. Yfirskrift erindisins var Nýsköpun, markaðssetning og framtíðin. Erindi sínu skipti Róbert í 3 hluta: vörumerki, líftækni og fiskeldi. Meðan á erindinu stóð svaraði […]
Kerfið mun auka gæði og bæta yfirsýn
Heimaþjónusta Vestmannaeyjabæjar hefur tekið í notkun rafrænt heimaþjónustukerfi Careon sem notað er í snjallsíma. Kerfið mun auka gæði og bæta yfirsýn yfir þá þjónustu sem heimaþjónustan er að veita. „Kerfið virkar þannig að starfsfólk okkar fær upplýsingar í símann sinn um þá þjónustu sem það á að veita á heimilum og hvenær þjónustan á að […]
Nýr æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúi hjá bænum

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Ernu Georgsdóttur í starf æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa. Erna er með masterpróf í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og diplóma í Kynfræði. Að auki hefur hún tekið námskeið í mannauðsstjórnun og markþjálfun. Erna hefur starfað sem sveitarforingi hjá skátunum og er með Gilwell – æðsta stig í leiðtogaþjálfun. Einnig hefur hún […]
Harma þá ákvörðun að hefja gjaldtöku í boltaskóla ÍBV

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar í gær voru umræður um frístundastyrkinn. Þar lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi bókun, Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjölskyldu- og tómstundaráði harma þá ákvörðun ÍBV íþróttafélags að hefja gjaldtöku í boltaskóla ÍBV í beinu framhaldi breytinga á aldursviðmiði frístundastyrks Vestmannaeyjabæjar niður í 2 ára aldur. (meira…)
Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup

Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna. 17:00 – 17:20 Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri 17:20 – 18:30 Umræður um […]
Saga Eyjanna með augum grunnskólanema

Í dag, þriðjudag klukkan 16.00 verður opnuð sýning í Einarsstofu á verkum flestallra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnið er sótt í sögu Eyjanna. Bjartey Gylfadóttir, myndlistarkennari segir sýninguna bæði fjölbreytta og skemmtilega. „Myndlist er skylda frá fyrsta upp í sjöunda bekk og eftir það er hún val hjá krökkunum,“ sagði Bjartey. „Upphafið var […]
Svekkjandi tap eftir að hafa leitt allan leikinn

ÍBV sótti heim Selfoss í æsispennandi leik í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi. Eyjamenn höfðu frumkvæðið lungann úr leiknum og leiddi í hálfleik 14-16. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var ÍBV með þriggja marka forystu, 24-27. Nokkrum töpuðum boltum síðar vara flautað til leiksloka og lokatölur 30-28 Selfoss í vil. Ótrúlegur viðsnúningur Selfyssinga […]