Það á eftir að koma fólki á óvart hvað skipið er stöðugt

Þessa daganna er verið að siglingarprófa nýja Herjólfi en áætlað er að nýr Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja í lok mars ef allt gengur eftir. Andrés Sigurðsson, sem á sæti í smíðanefnd fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, er í Póllandi og sagði í samtali við Vísir að þeir hefðu farið snemma út í morgun. „Það […]

Hlyn­ur bætti Íslands­metið og fer á EM

Eyjamaðurinn Hlyn­ur Andrés­son ­bætti eigið Íslands­met í 3.000 metra hlaupi á móti í Ber­gen í Nor­egi í dag þegar hann hljóp á 7:59,11 mín­út­um og varð þar með fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að hlaupa á und­ir átta mín­út­um í grein­inni. Hlynur hefur verið að reyna við lágmarkið síðustu vikur og hljóp út í Belgíu þar síðustu […]

Átta leikmenn ÍBV á æfingum í yngri landsliðunum

Þeir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsþjálfarar U-21 í knattspyrnu Völdu þá Felix Örn Friðriksson og Sigurð Arnar Magnússon á æfingar sínar sem fram fóru síðustu helgi. Felix Örn kom aftur til ÍBV í desember eftir að hafa verið á láni hjá danska félaginu Velje en Sigurður Arnar átti mjög gott tímabil með […]

ÍBV fær sekt eftir að hafa brotið reglur KSÍ

Þrír leikmenn léku ólöglega í Lengjubikar kvenna á dögunum í leik ÍBV og Vals. Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sara Suzanne Small og Mckenzie Grossmann léku allar með ÍBV en eru skráðar í erlend félög, Þessu greindi 433.is frá. Sakvæmt reglum KSÍ þarf ÍBV að borga 120.000 í gjöld en úrslit leiksins standa. (meira…)

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Við förum um víðan völl í blaðinu. Tölum meðal annars við byggingarfulltrúa og förum yfir fasteignamarkaðinn. Við tókum spjall við frumkvöðla og fyrsta íslenska atvinnumanninn í tölvuleikjaspilun. Daniela […]

Fagna því að skoska leiðin sé komin inn í samgönguáætlun

Á fundi Bæjarráðs í gær var því fagnað að hin svokallaða “skoska leið” sé komin inn í samgönguáætlun. Það er stórt skref í að gera innanlandsflug að almenningssamgögnum. Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju með að inn í texta samgönguáætlunar sé gert ráð fyrir óháðri úttekt á Landeyjarhöfn. Bæjarráð beinir þeim óskum til fulltrúa umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis […]

Vonbrigði með að Landsbankinn geti ekki gefið skýr svör

Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að Landsbankinn geti ekki gefið skýr svör um hvort aðrir fyrrum stofnfjáreigendur fái viðbótargreiðslu, fari dómsmál á þann veg, að bankanum beri að greiða þeim stofnfjáreigendum sem höfðuðu mál á hendur bankans viðbótargreiðslu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessum upplýsingum á framfæri við þá stofnfjáreigendur sem ekki eru partur af […]

Forsala á Þjóðhátíð og fyrstu nöfnin tilkynnt

Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2019 hefst föstudaginn 2. ágúst og hófst salan í dag, miðvikudag. Eins og undanfarin ár verður hægt að kaupa miða í dalinn og miða í Herjólf á vefsíðunni Dalurinn.is Eingöngu er hægt að panta fyrir gangandi farþega á dalurinn.is, bílamiða þarf að kaupa af Herjólfi. Fyrstu nöfnin sem tilkynnt eru  eru söngkonan GDRN sem kemur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.