Síðasti séns til að kíkja í Sæheima

Á morgun, laugardag verða Sæheimar opnir kl. 13-16 eins og aðra laugardaga yfir vetrartímann. Verður þetta í síðasta sinn sem safnið verður opið, því að í næstu viku hefst undirbúningur fyrir opnun á nýjum stað. Sealife Trust mun síðar í mánuðinum opna sýningu og gestastofu að Ægisgötu 2 og verður það auglýst síðar. (meira…)
Mikil úrkoma og farið að flæða

Mikil úrkoma hefur verið í Vestmannaeyjum síðustu klukkutímana sem varð til þess að stífla hefur myndast á gatnamótum Bárustígs og Strandvegar. Unnið er að því að losa um stífluna svo ekki fari að flæða að ráði inní húsnæði á svæðinu. (meira…)
Frikki og Flóni mæta í Herjólfsdal

Þjóðhátíð í Eyjum hefst föstudaginn 2. ágúst og nú er búið að tilkynna vinsælasta rappara landsins – Flóna – sem er að koma fram á stóra sviðinu í fyrsta skipti og stórsöngvarann vinsæla Friðrik Dór sem þekkir vel til Þjóðhátíðar, fastagestur í Herjólfsdal sem nær ótrúlegri stemningu í brekkunni. Búið var að staðfesta GDRN, Herra Hnetusmjör, […]
Hlynur hafnaði í 13. sæti

Íslandsmethafinn í 3.000 m hlaupi innanhúss og eyjamaðurinn Hlynur Andrésson, keppti í hádeginu í dag í annað sinn á ferlinum á Evrópumeistaramóti innanhúss í Emirates Arena í Glasgow í Skotlandi. Alls voru 38 hlauparar frá 21 landi skráðir til keppni í undanrásum hlaupsins. Hlynur hljóp í fyrri riðlinum af tveimur og hafnaði í 13. sæti af […]
Hættur hjá Vegagerðinni

Sigurður Áss Grétarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Sigurður var sendur í leyfi í byrjun febrúar en í síðustu viku var gert samkomulag við Sigurð um starfslok hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar G. Pétur Matthíasson, staðfesti að samið hafi verið um starfslok við Sigurð Áss og vildi ekki veita nánari upplýsingar um málið. (meira…)
Hvað ætlar þú að gera í kvöld?

Blítt og létt hópurinn heldur sitt vinsæla Eyjakvöld á Kaffi Kró í kvöld og hefst fjörið klukkan níu. . (meira…)
Útgáfutónleikar í kvöld

Þungarokkshljómsveitin Merkúr heldur sína fyrstu útgáfutónleika í kvöld kl. 22:00 á Háaloftinu. Húsið opnar kl 21. Allir velkomnir og frítt inn. Merkúr samanstendur af fjórum eyjapeyjum. Arnar Júlíusson (söngur og sólógítar), Trausti Mar Sigurðsson (gítar og bakrödd), Mikael Magnússon (trommur) og Birgir Þór Bjarnason (Bassi). Hljómsveitin var stofnuð þann 15.nóvember 2017 og eftir árs vinnu […]
Marseraðu með okkur og nældu þér í sokkapar!

Við marserum af stað í Mottumars í dag, föstudaginn 1. mars. Þá hefst sala á nýjum Mottumars-sokkum í verslunum um land allt og í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Síðdegis opnar nýtt vefsvæði fyrir karla, karlaklefinn.is og ljósmyndasýningin Meiri menn opnar á sex stöðum á landinu. Mottumars-sokkarnir Mottumarssokkarnir eru hannaðir af Önnu Pálínu Baldursdóttur, nemanda í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, sem bar sigur úr […]
Tölvuleikjamessa á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar

Landakirkja býður til sérstakrar tölvuleikjamessu sunnudagskvöldið 3. mars nk. kl. 20:00. Þemað eins og nafnið gefur til kynna eru tölvuleikir og tölvuleikjatónlist og mun Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja, Sæþór Vídó og Thelma Lind Þórarinsdóttir flytja tónlist úr tölvuleikjum fyrir viðstadda undir stjórn Kitty Kovács organista. Eins og vaninn er mun fulltrúi yngri kynslóðarinnar predika og […]
Kalla eftir hugmyndum vegna aðgerða á Byggðaáætlun

Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta fyrir hönd sóknaráætlanasvæða sótt um framlög sem í boði eru, en alls verða allt að 71,5 milljónum króna veittar […]