Síðasti séns til að kíkja í Sæheima

Á morgun, laugardag verða Sæheimar opnir kl. 13-16 eins og aðra laugardaga yfir vetrartímann. Verður þetta í síðasta sinn sem safnið verður opið, því að í næstu viku hefst undirbúningur fyrir opnun á nýjum stað. Sealife Trust mun síðar í mánuðinum opna sýningu og gestastofu að Ægisgötu 2 og verður það auglýst síðar. (meira…)

Mikil úrkoma og farið að flæða

Mikil úrkoma hefur verið í Vestmannaeyjum síðustu klukkutímana sem varð til þess að stífla hefur myndast á gatnamótum Bárustígs og Strandvegar. Unnið er að því að losa um stífluna svo ekki fari að flæða að ráði inní húsnæði á svæðinu. (meira…)

Frikki og Flóni mæta í Herjólfsdal

Þjóðhátíð í Eyjum hefst föstudaginn 2. ágúst og nú er búið að tilkynna vinsælasta rappara landsins – Flóna – sem er að koma fram á stóra sviðinu í fyrsta skipti og stórsöngvarann vinsæla Friðrik Dór sem þekkir vel til Þjóðhátíðar, fastagestur í Herjólfsdal sem nær ótrúlegri stemningu í brekkunni. Búið var að staðfesta GDRN, Herra Hnetusmjör, […]

Hlynur hafnaði í 13. sæti

Íslands­met­haf­inn í 3.000 m hlaupi inn­an­húss og eyjamaðurinn Hlyn­ur Andrés­son, kepp­ti í há­deg­inu í dag í annað sinn á ferl­in­um á Evr­ópu­meist­ara­móti inn­an­húss í Emira­tes Ar­ena í Glasgow í Skotlandi. Alls voru 38 hlaup­ar­ar frá 21 landi skráðir til keppni í und­an­rás­um hlaups­ins. Hlyn­ur hljóp í fyrri riðlin­um af tveim­ur og hafnaði í 13. sæti af […]

Hættur hjá Vegagerðinni

Sigurður Áss Grétarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Sigurður var sendur í leyfi í byrjun febrúar en í síðustu viku var gert samkomulag við Sigurð um starfslok hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar G. Pétur Matthíasson, staðfesti að samið hafi verið um starfslok við Sigurð Áss og vildi ekki veita nánari upplýsingar um málið. (meira…)

Útgáfutónleikar í kvöld

Þungarokkshljómsveitin Merkúr heldur sína fyrstu útgáfutónleika í kvöld kl. 22:00 á Háaloftinu. Húsið opnar kl 21. Allir velkomnir og frítt inn. Merkúr samanstendur af fjórum eyjapeyjum. Arnar Júlíusson (söngur og sólógítar), Trausti Mar Sigurðsson (gítar og bakrödd), Mikael Magnússon (trommur) og Birgir Þór Bjarnason (Bassi). Hljómsveitin var stofnuð þann 15.nóvember 2017 og eftir árs vinnu […]

Marseraðu með okkur og nældu þér í sokkapar!

Við marserum af stað í Mottumars í dag, föstudaginn 1. mars. Þá hefst sala á nýjum Mottumars-sokkum í verslunum um land allt og í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Síðdegis opnar nýtt vefsvæði fyrir karla, karlaklefinn.is og ljósmyndasýningin Meiri menn opnar á sex stöðum á landinu. Mottumars-sokkarnir Mottumarssokkarnir eru hannaðir af Önnu Pálínu Baldursdóttur, nemanda í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, sem bar sigur úr […]

Tölvuleikjamessa á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar

Landakirkja býður til sérstakrar tölvuleikjamessu sunnudagskvöldið 3. mars nk. kl. 20:00. Þemað eins og nafnið gefur til kynna eru tölvuleikir og tölvuleikjatónlist og mun Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja, Sæþór Vídó og Thelma Lind Þórarinsdóttir flytja tónlist úr tölvuleikjum fyrir viðstadda undir stjórn Kitty Kovács organista. Eins og vaninn er mun fulltrúi yngri kynslóðarinnar predika og […]

Kalla eftir hugmyndum vegna aðgerða á Byggðaáætlun

Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta fyrir hönd sóknaráætlanasvæða sótt um framlög sem í boði eru, en alls verða allt að 71,5 milljónum króna veittar […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.