Afkastageta verktakans við dýpkun er með öllu óásættanleg

Á fund Bæjarráðs í dag kom Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. og greindi frá stöðu undirbúnings félagsins á yffirtöku á rekstri Herjólfs og nýrrar Vestmannaeyjaferju. Hann telur að félagið sé undir það búið að taka yfir rekstur Herjólfs þann 30. mars. Búið er að ganga frá ráðningarsamningum nær allra áhafna ferjunnar (skipstjóra, vélstjóra, […]
Yfir 30 mál sem hann er talinn eiga aðild að

Landsréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem ákærður var fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum síðastliðinn fimmtudag. Manninn, sem var handtekinn vegna fjölda afbrota, meðal annars líkamsárásir, hótanir og skemmdir á lögreglubíl, fundu lögreglumenn í felum á háaloftinu heima hjá móður hans. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. apríl, enda orðið uppvís […]
Loðnubresturinn veldur miklu tekjutapi fyrir Vestmannaeyjabæ

Á fundi Bæjarráðs í dag var fjallað um loðnubrestinn og þá staðreynd að hann hefur töluverð efnahagsleg áhrif á samfélagið í Eyjum. Fyrir utan tekjuskerðingu fyrirtækja má gera ráð fyrir að starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna tveggja verði af 620-630 m.kr. launatekjum og slíkt hefur að sjálfsögðu mjög mikil efnahagsleg áhrif. Áætla má að útsvarstekjur Vestmannaeyjabæjar skerðist um […]
Þetta er ekki boðlegt!

Hvað er yndislegra en að ganga með barn, upplifa meðgöngu og vera með sínum nánustu. Fyrir 28 árum síðan átti ég yngstu dóttir mína, meðgangan var frábær og ég fékk alla þá þjónust sem þörf var á, ljósmóðir, læknar og sónarskoðun allt hér í Vestmannaeyjum. Að morgni 21 september gekk ég upp Hólagötuna og bar […]
Þrjár líkamsárásir og einn árásarmaður

Þrjár líkamsárásir voru kærðar til lögreglu í liðinni viku en í öllum tilvikum var um sama árásarmann að ræða. Í tveimur tilvikum er um minniháttar áverka á ræða en í einu tilviki er um meiriháttar áverka að ræða. Auk árásanna þá er sami aðili kærður fyrir, hótanir, húsbrot, eignaspjöll, þjófnað, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrots. Þá er […]
Nýjasta mæling í og við Landeyjahöfn lofar góðu

Nýjasta mæling í og við Landeyjahöfn lofar góðu, segir í tilkynningu frá Sæferðum. „Nú styttist í að hægt verði að opna höfnina. Ölduspá er þó óhagstæð fyrir siglingar þangað næstu daga. Tilkynning verður send út þegar fært er orðið til Landeyjahafnar.“ Nýjustu mælinguna er hægt að finna hérna. (meira…)
Eldur í rafmagnskassa við Dverghamar

Rétt fyrir miðnætti í gærkvöld var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að Dverghamri vegna elds í rafmagnskassa við götuna. Íbúar urðu fyrst varir við rafmagnsflökt, að ljós og sjónvörp kveiktu á sér og slökktu til skiptis. Ljósglæringar stóðu út úr kasssanum og síðan eldur. Töluverður reykur steig frá kassanum og fór í næsta hús. Þar þurfti að […]