Afkastageta verktakans við dýpkun er með öllu óásættanleg

Á fund Bæjarráðs í dag kom Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. og greindi frá stöðu undirbúnings félagsins á yffirtöku á rekstri Herjólfs og nýrrar Vestmannaeyjaferju. Hann telur að félagið sé undir það búið að taka yfir rekstur Herjólfs þann 30. mars. Búið er að ganga frá ráðningarsamningum nær allra áhafna ferjunnar (skipstjóra, vélstjóra, […]

Yfir 30 mál sem hann er tal­inn eiga aðild að

Lands­rétt­ur staðfesti í dag gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð Héraðsdóms Suður­lands yfir karl­manni sem ákærður var fyr­ir lík­ams­árás í Vest­manna­eyj­um síðastliðinn fimmtu­dag. Mann­inn, sem var hand­tek­inn vegna fjölda af­brota, meðal ann­ars lík­ams­árás­ir, hót­an­ir og skemmd­ir á lög­reglu­bíl, fundu lög­reglu­menn í fel­um á háa­loft­inu heima hjá móður hans. Hann hefur nú verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 12. apríl, enda orðið upp­vís […]

Loðnubresturinn veldur miklu tekjutapi fyrir Vestmannaeyjabæ

Á fundi Bæjarráðs í dag var fjallað um loðnubrestinn og þá staðreynd að hann hefur töluverð efnahagsleg áhrif á samfélagið í Eyjum. Fyrir utan tekjuskerðingu fyrirtækja má gera ráð fyrir að starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna tveggja verði af 620-630 m.kr. launatekjum og slíkt hefur að sjálfsögðu mjög mikil efnahagsleg áhrif. Áætla má að útsvarstekjur Vestmannaeyjabæjar skerðist um […]

Þetta er ekki boðlegt!

Hvað er yndislegra en að ganga með barn, upplifa meðgöngu og vera með sínum nánustu. Fyrir 28 árum síðan átti ég yngstu dóttir mína, meðgangan var frábær og ég fékk alla þá þjónust sem þörf var á, ljósmóðir, læknar og sónarskoðun allt hér í Vestmannaeyjum. Að morgni 21 september gekk ég upp Hólagötuna og bar […]

Þrjár líkamsárásir og einn árásarmaður

Þrjár líkamsárásir voru kærðar til lögreglu í liðinni viku en í öllum tilvikum var um sama árásarmann að ræða. Í tveimur tilvikum er um minniháttar áverka á ræða en í einu tilviki er um meiriháttar áverka að ræða. Auk árásanna þá er sami aðili kærður fyrir, hótanir, húsbrot, eignaspjöll, þjófnað, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrots. Þá er […]

Nýjasta mæling í og við Landeyjahöfn lofar góðu

Nýjasta mæling í og við Landeyjahöfn lofar góðu, segir í tilkynningu frá Sæferðum. „Nú styttist í að hægt verði að opna höfnina. Ölduspá er þó óhagstæð fyrir siglingar þangað næstu daga. Tilkynning verður send út þegar fært er orðið til Landeyjahafnar.“ Nýjustu mælinguna er hægt að finna hérna. (meira…)

Eldur í rafmagnskassa við Dverghamar

Rétt fyrir miðnætti í gærkvöld var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að Dverghamri vegna elds í rafmagnskassa við götuna. Íbúar urðu fyrst varir við rafmagnsflökt, að ljós og sjónvörp kveiktu á sér og slökktu til skiptis. Ljósglæringar stóðu út úr kasssanum og síðan eldur. Töluverður reykur steig frá kassanum og fór í næsta hús. Þar þurfti að […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.