Gengur þetta?

Ég skrifaði grein í Eyjamiðlana í kringum síðustu áramót sem fjallaði um umburðarlyndi og nauðsyn þess að við sýnum hvert öðru virðingu þrátt fyrir skoðanaágreining. Þetta gerði ég að gefnu tilefni: mér fannst umræðan um ýmis ágreiningsefni hér í Eyjum komin út á hreinar villigötur; heiftin og illmælgin í sumum tilvikum komin út yfir öll […]
Tilraunaveiðar á humri í gildrur

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hyggst í sumar undirbúa og jafnvel hefja tilraunaveiðar á humri í gildrur. Humarinn yrði síðan fluttur lifandi úr landi og boðinn viðskiptavinum á veitingahúsum, væntanlega að mestu á meginlandi Evrópu til að byrja með. Humarkvóti er í sögulegu lágmarki og kom fram í ræðu sem Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV, flutti á […]
Starfshópur skipaður um framtíðarskipulag og uppbyggingu íþróttamála

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti á síðasta fundi sínum vilja fjölskyldu- og tómstundaráðs að stofna starfshóp til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs síðast liðinn mánudag lagði ráðið til að í starfshópnum sitji tveir fulltrúar meirihluta, Hrefna Jónsdóttir og Styrmir Sigurðarson, fulltrúi minnihlutans, Ingólfur Jóhannesson, einn fulltrúi […]