Já!

Við stöndum oft frammi fyrir afdrifaríkum ákvörðunum í lífinu. Ákvörðunum sem hafa áhrif á hvað við gerum, hvar við verðum og ekki síst hver við verðum eða hvernig. Hvernig tengsl við ætlum að hafa við skurðpunkta tengslanets okkar, hvort sem það snýr að okkur sjálfum eða öðrum, og hvernig við viljum viðhalda þeim eða styrkja. […]