Fjögur rauð spjöld og ÍBV jafnaði einvígið

ÍBV tók á móti Haukum nú í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Leikurinn var í járnum allt frá byrjun til enda og skiptust liðin á að leiða. Eyjamenn náðu fimm marka forrystu um miðbik fyrri hálfleiks, 9-5, en Haukar náðu að snúa því við og leiddu með einu marki, 18-19, […]

Tveggja marka tap gegn tvöföldum meisturum Breiðablik

Eyjastúlkur tóku á móti bikar- og Íslandsmeisturum Breiðablik í fyrstu umferð Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn byrjaði með miklum látum og sóttu bæði lið stíft. Agla María Albertsdóttir kom þá Blikastúlkum yfir á 11. mínútu. Níu mínútum síðar varð Ingibjörg Lucia Ragnarsdóttir leikmaður ÍBV fyrir því óhappi að fá fyrirgjöf Blikastúlkunnar Karólínu Leu í sig og […]

Mikilvægur leikur á heimavelli

Í dag fimmtudag kl. 19.00 fer fram leikur tvö hjá ÍBV og Haukum í undanúrslitum Olísdeildarinnar. Staðan er 1 – 0 fyrir Haukum í einvíginu og því mikilvægur leikur á heimavelli. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að okkar menn eru bestir í þessari stöðu, á heimavelli með bestu stuðningsmennina á bak við sig. […]

Úlfakreppa í Eyjum

Samgöngur við Vestmannaeyjar eru enn og aftur í úlfakreppu. Höfnin í Landeyjum hefur ekki nýst nema rúmlega helming ársins sökum sandburðar frá opnun hennar 2010. Nýsmíði Herjólfs er föst í Póllandi vegna lögfræðilegra þrætumála, sem ekki sér fyrir endann á. Milli lands og Eyja siglir 27 ára gamalt skip sem sífellt þarfnast meira viðhalds. Ferðaþjónustu […]

Esja og Vestmannaeyjar í Neskirkju

Karlakór Vestmannaeyja og Karlakórinn Esja halda sameiginlega tónleika sína í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík laugardaginn 4. maí nk 16:00. Dagskráin verður sneisafull af klassískum karlakóralögum, Eyjalögum og þekktum dægurlögum. Kórarnir lofa góðri skemmtun. Miða sala er á Tix.is, miðinn kostar kr. 3.000 og gott er að tryggja sér miða í tíma. (meira…)

Sjö ferðir í Landeyjahöfn í dag

Klukkan sjö í morgun sigldi Herjólfur sína fyrstu ferð á þessu ári til Landeyjahafnar. Síðustu daga hefur sandi verið dælt úr höfninni og er hún nú orðin fær fyrir Herjólf. Herjólfur siglir samkvæmt áætlun til Landeyjahafnar í dag. Lágmarksdýpi er á svæðinu og eru farþegar því beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum. Á vefsíðu Herjólfs segir […]

Tökum einn leik í einu og reynum að vinna hann

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV hefja leik í Pepsi Max-deildinni á Hásteinsvelli í dag kl. 17.00 er þær taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Breiðablik. Jón Ólafur Daníelsson er tekin aftur við þjálfun meistaraflokks ÍBV kvenna í knattspyrnu eftir nokkra ára fjarveru. Við tókum létt spjall við hann um leikmannahópinn og komandi knattspyrnusumar. „Hópurinn í ár […]

100 manns búnir að skrá sig í The Puffin Run

Nú hafa 100 manns skráð sig til þátttöku í The Puffin Run 2019 sem fer fram á laugardaginn. Þar af 25 erlendir keppendur, en sumir þeirra eru eingöngu að koma til landsins til að taka þátt. Leiðin er 20 km, maður getur farið allan hringinn eða deilt honum með félögum. Spáð er einstaklega góðu hlaupaverði. Þátttökuskráning […]

Gleymum ekki geðsjúkum

Ágætu Vestmannaeyingar “Gleymum ekki geðsjúkum” eru einkunnarorð K-dagsins í ár en geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða. Dagana 2. – 4. maí n.k. munu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafell selja K-Lykilinn en allur ágóði af sölunni rennur til Bugls – Barna og unglingageðdeildar Landsspítalans, og Pieta sem eru nýstofnuð […]

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar og verða með tónleikan í kirkjunni laugardaginn 4. maí kl 17 og syngja í messu á sunnudeginum 5. maí í Landakirkju. Tónleikarnir verða fjölbreyttir, bæði kirkjuleg verk og tónlist af léttara taginu, kórinn skipar gott söngfólk og einnig höfum við einsöngvara í okkar röðum, Ingu J. Backman, Kristínu r. Sigurðardóttur, […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.