Fjögur rauð spjöld og ÍBV jafnaði einvígið

ÍBV tók á móti Haukum nú í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Leikurinn var í járnum allt frá byrjun til enda og skiptust liðin á að leiða. Eyjamenn náðu fimm marka forrystu um miðbik fyrri hálfleiks, 9-5, en Haukar náðu að snúa því við og leiddu með einu marki, 18-19, […]
Tveggja marka tap gegn tvöföldum meisturum Breiðablik

Eyjastúlkur tóku á móti bikar- og Íslandsmeisturum Breiðablik í fyrstu umferð Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn byrjaði með miklum látum og sóttu bæði lið stíft. Agla María Albertsdóttir kom þá Blikastúlkum yfir á 11. mínútu. Níu mínútum síðar varð Ingibjörg Lucia Ragnarsdóttir leikmaður ÍBV fyrir því óhappi að fá fyrirgjöf Blikastúlkunnar Karólínu Leu í sig og […]
Mikilvægur leikur á heimavelli

Í dag fimmtudag kl. 19.00 fer fram leikur tvö hjá ÍBV og Haukum í undanúrslitum Olísdeildarinnar. Staðan er 1 – 0 fyrir Haukum í einvíginu og því mikilvægur leikur á heimavelli. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að okkar menn eru bestir í þessari stöðu, á heimavelli með bestu stuðningsmennina á bak við sig. […]
Úlfakreppa í Eyjum

Samgöngur við Vestmannaeyjar eru enn og aftur í úlfakreppu. Höfnin í Landeyjum hefur ekki nýst nema rúmlega helming ársins sökum sandburðar frá opnun hennar 2010. Nýsmíði Herjólfs er föst í Póllandi vegna lögfræðilegra þrætumála, sem ekki sér fyrir endann á. Milli lands og Eyja siglir 27 ára gamalt skip sem sífellt þarfnast meira viðhalds. Ferðaþjónustu […]
Esja og Vestmannaeyjar í Neskirkju

Karlakór Vestmannaeyja og Karlakórinn Esja halda sameiginlega tónleika sína í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík laugardaginn 4. maí nk 16:00. Dagskráin verður sneisafull af klassískum karlakóralögum, Eyjalögum og þekktum dægurlögum. Kórarnir lofa góðri skemmtun. Miða sala er á Tix.is, miðinn kostar kr. 3.000 og gott er að tryggja sér miða í tíma. (meira…)
Sjö ferðir í Landeyjahöfn í dag

Klukkan sjö í morgun sigldi Herjólfur sína fyrstu ferð á þessu ári til Landeyjahafnar. Síðustu daga hefur sandi verið dælt úr höfninni og er hún nú orðin fær fyrir Herjólf. Herjólfur siglir samkvæmt áætlun til Landeyjahafnar í dag. Lágmarksdýpi er á svæðinu og eru farþegar því beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum. Á vefsíðu Herjólfs segir […]
Tökum einn leik í einu og reynum að vinna hann

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV hefja leik í Pepsi Max-deildinni á Hásteinsvelli í dag kl. 17.00 er þær taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Breiðablik. Jón Ólafur Daníelsson er tekin aftur við þjálfun meistaraflokks ÍBV kvenna í knattspyrnu eftir nokkra ára fjarveru. Við tókum létt spjall við hann um leikmannahópinn og komandi knattspyrnusumar. „Hópurinn í ár […]
100 manns búnir að skrá sig í The Puffin Run

Nú hafa 100 manns skráð sig til þátttöku í The Puffin Run 2019 sem fer fram á laugardaginn. Þar af 25 erlendir keppendur, en sumir þeirra eru eingöngu að koma til landsins til að taka þátt. Leiðin er 20 km, maður getur farið allan hringinn eða deilt honum með félögum. Spáð er einstaklega góðu hlaupaverði. Þátttökuskráning […]
Gleymum ekki geðsjúkum

Ágætu Vestmannaeyingar “Gleymum ekki geðsjúkum” eru einkunnarorð K-dagsins í ár en geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða. Dagana 2. – 4. maí n.k. munu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafell selja K-Lykilinn en allur ágóði af sölunni rennur til Bugls – Barna og unglingageðdeildar Landsspítalans, og Pieta sem eru nýstofnuð […]
Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar og verða með tónleikan í kirkjunni laugardaginn 4. maí kl 17 og syngja í messu á sunnudeginum 5. maí í Landakirkju. Tónleikarnir verða fjölbreyttir, bæði kirkjuleg verk og tónlist af léttara taginu, kórinn skipar gott söngfólk og einnig höfum við einsöngvara í okkar röðum, Ingu J. Backman, Kristínu r. Sigurðardóttur, […]