Herjólfur er kominn heim

Nýi Herjólfur er nú kominn heim til Vestmannaeyja. Á morgun mun samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson afhenda Vestmannaeyingum nýja ferju fyrir samgöngur milli lands og Eyja. Af því tilefni verður efnt til formlegrar móttökuathafnar í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum. Athöfnin hefst kl. 14:15 með ræðum samgönguráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar, formanni bæjarráðs og fulltrúa Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Prestur Landakirkju mun blessa […]
FM95Blö mun trylla lýðinn á Þjóðhátíð

Þjóðhátíð í Eyjum fer fram Verslunarmannahelgina 3.- 4. Ágúst næstkomandi í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Mikill fjöldi tónlistarmanna hefur boðað komu sína á hátíðina sem er sú 145 í röðinni. Nú hefur enn eitt atriði bæst við og er það ekki af lakari gerðinni því drengirnir úr einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, FM95Blö hafa boðað komu sína […]
Til hamingju Eyjamenn!

Nú er nýja ferjan loksins loksins að sigla til hafnar. Allir eru mjög spenntir enda samgöngur eitt það allra mikilvægasta fyrir okkar eyjasamfélag. Nýrri ferju fylgja ný tækifæri sem er kannski erfitt að átta sig á að fullu fyrr en hún verður farinn að sanna gildi sitt. Nú þegar hefur ný siglingaráætlun og aukin þjónusta […]
Vel heppnuð forsetaheimsókn

Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier og Elke Büdenbender forsetafrú, forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetafrú, ásamt fylgdarliði, komu í heimsókn til Vestmannaeyja í gær. Um var að ræða hluta af opinberri heimsókn þýska forsetans til Íslands. Forsetahjónin heimsóttu meðal annars sjóvarmadælustöðina, Breka VE-61, borðuðu hádegismat á Slippnum, kíktu á stúlkurnar á TM mótinu […]
Jón Jónsson og Sverrir Bergmann á Þjóðhátíð

Þjóðhátíðarkempurnar Jón Jónsson og Sverrir Bergmann muni spila á hátíðinni ár. Þetta verður ellefta árið í röð hjá Sverri, en hann kom í fyrsta sinn árið 2001 og tók lag sitt og eitt það vinsælasta hérlendis það árið, Án þín. Jón á sömuleiðis góða minningu frá því að spila í fyrsta sinn á hátíðinni og […]