Blátindur snurfusaður fyrir Goslokahátíðina

Í dag var unnið að því að rétta af M/B Blátind úti á Skansi, en báturinn fór af stað úr sætinu sem steypt var undir hann síðastliðinn vetur. Þá er búið að mála Blátind og lagfæra. Setning Goslokahátíðar verður haldin á Skansinum á föstudaginn, auk þess sem hluti af barnadagskránni verður á svæðinu. Ljósmyndari Eyjar.net smellti nokkrum […]
Skráning í söngvakeppni barna hafin

Skráning í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin á dalurinn.is. Keppt er í tveimur flokkum. Annars vegar börn fædd 2011 og síðar og hins vegar börn fædd 2006-2010. Skráningu líkur þegar öll pláss hafa fyllst. Eftir það er möguleiki á að komast á biðlista. Tengill á skráningu https://dalurinn.is/is/read/2019-07-01/skraning-hafin-i-songvakeppni-barna-a-thjodhatid (meira…)
Viðbótarmiðar á seinni tónleikana
Áhugi á stórtónleikunum í boði Vestmannaeyjabæjar á föstudagskvöldið hefur farið fram úr björtustu vonum. Sérstaklega á tónleikana kl. 21.00 og er svo komið að allir miðar sem farnir voru í dreifingu eru búnir þrátt fyrir að bætt hafi verið við miðum. Vegna ásóknar hefur afmælisnefndin ákveðið að setja alla miðana á seinni tónleikana í dreifingu. […]
Heilsuræktartæki gefin til Hraunbúða

Stjórn Minningarsjóðs um hjónin Guðmund Eyjólfsson (1885-1924) og Áslaugu Eyjólfsdóttir (1880-1952) frá Miðbæ við Faxastíg í Vestmannaeyjum afhenti í dag Dvalarheimilinu Hraunbúðum sett af heilsuræktartækjum. Eru það hlaupabretti, þrekhjól, stórt sjónvarp og tölva með snertiskjá ásamt áskrift af hjólaleiðum. Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur og eiginmaður hennar Birgir Þór Baldvinsson afhentu tækin fyrir hönd sjóðsins , en […]
Ekki tilefni til sérstakra aðgerða

Á fundi bæjarráðs í dag var tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem fjallað er um ósk Helgu Kristínar Kolbeins, bæjarfulltrúa, um úrskurð ráðuneytisins um hvort heimilt hafi verið að ráðast í úttekt á framkvæmdum við Fiskiðjuhúsið eftir að sú úttekt var samþykkt í bæjarráði með tveimur atkvæðum gegn einu. Snýr umrætt mál að því […]
Verði enn til taks fyrir samfélagið eins lengi og unnt er

Á síðasta bæjarráðsfundi komu Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins því á framfæri að mjög mikilvægt væri að gamli Herjólfur yrði til takst áfram í Vestmananeyjum og hvernig væri hægt að nýta hann áfram. Í bókun segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að Herjólfur verði áfram í þjónustu í samgöngum við Vestmannaeyjar eins lengi og unnt er en í samningum […]
Yndisleg tilfinning eftir loðnubömmerinn!

„Fiskurinn er þokkalegur en í honum er nokkur áta. Annars get ég varla lýst því hve notaleg tilfinning það er að hefja makrílvertíðina og sjá allt fara í gang eftir loðnubömmerinn!“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, á fyrsta vinnsludegi makríls og leynir hvergi kæti sinni. Huginn VE-55 kom með fyrsta makrílfarminn til Vestmannaeyja snemma […]