Díana Óskarsdóttir skipuð forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Díönu Óskarsdóttur í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til næstu fimm ára. Ákvörðun ráðherra er tekin að undangengnu mati lögskipaðrar hæfnisnefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Sex sóttu um stöðuna. Díana er með BS gráðu í geislafræði, meistarapróf í lýðheilsuvísindum og hefur að auki stundað nám í […]
Þrjú kynferðisbrot til rannsóknar eftir helgina

Lögregla telur að um 15.000 manns hafa sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja 2019 og var hátíðin svipuð að stærð og árið 2018. Samtals sinntu 27 lögreglumenn löggæslu á þremur lögreglubifreiðum auk 130 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra voru til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar […]
Ein af þeim stóru en ekki sú stærsta

Nú þegar allflestir Þjóðhátíðargestir hafa komist til sinna heima heyrðum við aðeins í Dóru Björk Gunnarsdóttir í Þjóðhátíðarnefnd um hvernig hátíðin gekk fyrir sig. „Eins og undanfarin ár þá vorum við mjög heppin með gesti hátíðarinnar og voru þeir upp til hópa til mikillar fyrirmyndar. En því miður þá leynast alltaf svartir sauðir innan um. […]