Bæjarstjóri leggur til að hætta við bæjarskrifstofur í Fiskiðjunni

Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var nú í kvöld bar Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri upp tillögu þess eðlis að hætta við þá ákvörðun sem þegar hafði verið tekin að bæjarskrifstofurnar yrðu sameinaðar á þriðju hæð Fiskiðjunnar. Í tillögu meirihlutans var einnig lagt til að teknar yrðu upp viðræður við Þekkingarsetur Vestmannaeyja um leigu á þriðju hæðinni, til […]

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt ljósmyndasýning í Einarsstofa, á laugardaginn kemur, kl. 13:00. Rúllandi ljósmyndasýningar bæjarbúa halda áfram en um er að ræða hluta af afmælisdagskrá afmælisnefndar Vestmannaeyjabæjar. Samtals verða dagskrárnar að minnsta kosti 13 laugardaga í röð, en um 40 einstaklingar munu deila ljósmyndum sínum áður yfir lýkur. Næstkomandi laugardag 28. September, sýna þær […]

Tímaflakk

Loftmyndir ehf sem halda úti vefnum map.is bjóða nú uppá skemmtilega nýjung á vef sínum þar sem hægt er að skoða eldri myndir í kortasjánni og bera saman við aðrar loftmyndir. Kort af Vestmannaeyjabæ er hægt að nálgast hér og en elsta myndin er frá árinu 1997. Gaman er að bera saman myndir frá mismunandi […]

Eyjafréttir á leiðinni inn á öll heimili í Eyjum

  Í tilefni að breytingum á útgáfunni hjá okkur dreifum við nýjasta tölublaði Eyjafrétta inn á öll heimili í Eyjum endurgjaldslaust. Helstu breytingar eru að blaðið kemur hér eftir út á tveggja vikna fresti. Meðal efnis í nýjasta blaðinu eru áhugavert verkefni um lundaafbrigði, viðtal við hluta afmælisnefndar um röð ljósmyndasýninga, fyrsta flugið til Eyja. […]

Óháða úttekt á Landeyjahöfn

Frú forseti Við ræðum hér tillögu til þingsályktunar um óháða úttekt á Landeyjahöfn Ég er einn meðflutningsmanna á þessari tillögu ásamt öllum þingmönnum Suðurkjördæmis og styð hana að sjálfsögðu heilshugar, Tillagan gengur út á að hæstv. Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra verði falið að hefja þegar óháða úttekt á Landeyjahöfn, allt í samræmi við samgönguáætlun og er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.