Helgi Sigurðsson tekur við ÍBV

Helgi hefur samið við ÍBV til 3 ára og tekur við sem aðalþjálfari liðsins, þetta var kynnt á fjölmiðlafundi í dag sem ÍBV boðaði til. Hann tekur við af Ian Jeffs tók við stjórnartaumunum tímabundið í sumar eftir að Portúgalinn Pedro Hipólito var rekinn á miðju tímabili. Ian Jeffs verður aðstoðarþjálfari með Helga. Helgi hóf […]
Ný Bergey afhent í Noregi

Í dag var ný Bergey VE afhent Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, í Aukra í Noregi. Bergey er eitt af sjö skipum sem skipasmíðastöðin Vard smíðar fyrir íslensk fyrirtæki og er hún systurskip Vestmannaeyjar VE sem afhent var Bergi-Hugin í júlímánuði sl. Skipið er hið glæsilegasta og í alla staði vel búið. Um er að […]
Opna Sæheima aftur

Bæjarráð fundaði í hádeginu og voru náttúrugripir í Sæheimum meðal annars til umræðu. Á fundi bæjarráðs þann 17. september sl., var framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að fylgja því eftir að koma þeim safnskosti Sæheima sem ekki stendur til að sýna í nýju safni Sea Life Trust, í tímabundið húsnæði þar sem munirnir geta verið […]
Díana Óskarsdóttir tekur við sem forstjóri HSU

Díana Óskarsdóttir hóf í dag störf sem forstjóri HSU og sendi birti af því tilefni þessa kveðju á heimasíðu stofnunarinnar. Kæra samstarfsfólk Í dag þann 1. október 2019, tek ég við embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ég er afar stolt af því að vera komin í ykkar öfluga hóp og hlakka til að starfa með ykkur. […]
Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til minnkun í síld en aukningu í makríl

Í dag veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2020 fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna. Þessi ráðgjöf hefur bein áhrif á veiðar Íslendinga sérstaklega í norsk-íslensku síldinni þar sem ráðið leggur til 11% lækkun og gera má ráð fyrir að hlutdeild Íslendinga lækki sem því nemur. Áhrifin af breytingunni í Makríl er erfiðara að […]
Besta lundaball ársins – myndir

Hið árlega Lundaball fór fram í Höllinni á laugardaginn. Ballið sem er árshátíð bjargveiðimanna, var í höndum Bjarnareyinga að þessu sinni og þótti það hafa heppnast vel. Tæplega 400 manns fylltu Höllina á mat og skemmtun. Auk skemmtilegara myndbanda frá Bjarnareyingum hélt Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra, skemmtilega tölu og Elvis Presley mætti á svæðið. Hinir […]
HS Veitur

Vegna vinnu við tengingu í kyndistöð, þarf að loka fyrir heitt vatn milli kl.10:00-12:00 miðvikudaginn 2 okt. 2019. (meira…)
Hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum

Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur ríkissaksóknari, sem falið var fyrr á árinu að taka afstöðu […]