Öllum til gagns og engum til tjóns

Þegar Landeyjahöfn var tekin í notkun voru stigin afar mikilvæg skref í samgöngumálum okkar Vestmannaeyinga. Við fylltumst bjartsýni og það ekki að ástæðulausu. Við vissum þó alltaf mæta vel að veðurfarið sem við þekkjum flest hlyti óhjákvæmilega að hamla stöðugri siglingu milli Lands og Eyja allan ársins hring. Nú er komin nokkur reynsla á siglingaleiðina […]
Rekstur Hraunbúða er orðinn kostnaðarsamari

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og deildarstjóri öldrunarmála fóru yfir áherslur í öldrunarþjónustu og í rekstri Hraunbúða fyrir fjárhagsáætlun 2020. Umfang þjónustunnar er að aukast Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og deildarstjóri öldrunarþjónustu ræddu öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar og þau mál sem brýnt er að fara í […]
Féló í hvíta húsið

Á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs sem fór fram í gær var lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs þar sem lagt er til flutningur á félagsmiðstöð unglinga og endurbætur á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs. Niðurstaða ráðisins var eftirfarandi: Fjölskyldu- og tómstundaráð leggur til að tillaga framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs með flutning á félagsmiðstöð unglinga […]
Eyjafréttir á leið í lúguna

Eyjafréttir eru komnar á netið og lagðar af stað inn um valdar lúgur. Blaðið er það fyrsta sem kemur út með tveggja vikna millibili og það er óhætt að segja að það sé ákveðið Austfjarða þema í blaðinu. Blaðið inniheldur skemmtilegt viðtal við Daníel Geir Moritz kennarann og fjöllistamann sem í sumar við sem formaður […]
Jól í skókassa farið af stað á nýjan leik

Jól í skókassa, verkefni KFUM og KFUK á Íslandi, sem hefur hlotið mikinn stuðning og notið mikillar velgengni undanfarin ár er aftur farið af stað. Verkefnið snýst um að setja litlar og einfaldar gjafir í skókassa sem síðan eru sendir til munaðarlausra og fátækra barna í Úkraínu. Tekið er á móti kössum í Landakirkju sem […]
Suðurlandsslagur kl. 18:30 í kvöld

Strákarnir í ÍBV taka á móti Selfyssingum í fimmtu umferð Olís deildar karla í kvöld. Selfysingar standa í ströngu þessa dagana en þeir taka á móti HK Malmö í hleðsluhöllinni næstu helgi. ÍBV er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og geta með sigri í kvöld jafnað ÍR á toppi deildarinnar. (meira…)