Hvalreki á Skansinum

Dauð hnísa sást vestan við hafnargarðinn á Skansinum seinnipartinn í dag. Hnísa er um einn og hálfur meter að lengd líklega er um kálf að ræða. Tekið var að flæða að og því ekki víst hvað dýrið er sýnilegt lengi. Algengt er að sjá hnísur í kringum Eyjar en hnísa er minnsta hvalategundin hér við […]
Stelpurnar fara á Ásvelli, strákarnir heimsækja Þróttara

Dregið var í 16. liða úrslitum Coca Cola bikars karla og kvenna í dag. Stelpurnar mæta Hauka stúlkum á ásvöllum en liðin mætast einmitt í Eyjum næstkomandi laugardag kl. 16:00 í Olísdeildinni. Strákarnir fara í Laugardalinn og mæta toppliðinu í Grill 66 deildinni, Þrótti. (meira…)
Endurskoðuð samgönguáætlun kynnt

Sigurður Ingi Jóhannsson kynnt á opnum morgunfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í morgun drög að endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034. Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Þar kynnti Sigurður meðal annars nýja heildarstefnu í almenningssamgöngum milli byggða á Íslandi. Almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina […]
Heimaklettur, fólk, rollur og lífið í úteyjum

Hópur öflugra karla og kvenna hefur gert Heimaklett að föstum punkti í lífinu og telur sig eiga meira tilkall til hans en aðrir. Skýringin er einföld, þetta fólk gengur reglulega á toppinn í leit að bæði andlegri og líkamlegri vellíðan. Og Heimaklettur borgar fyrir sig því af toppnum er að mati hópsins fegursta útsýni í […]
Þarf stundum að hafa fyrir hlutunum í ljósmyndun
Hann lét ekki mikið fara fyrir sér á Hásteinsvelli þegar hann byrjaði að taka myndir af meistaraflokki kvenna ÍBV í leik. En engan skal vanmeta. Okkar maður var vel tækjum búinn og einbeittur í því sem hann var að gera. Seinna þegar myndir hans komu fyrir augu almennings á fésbókinni sást að þar var enginn […]