Ester í hópnum hjá Arnari sem mætir Færeyjum

Arnar Pétursson þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 22 leikmenn til æfinga fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Færeyjum. Leikirnir fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði 23. og 24. nóvember nk. Landsliðið mun hefja æfingar á höfuðborgarsvæðinu þann 18. nóvember. Leikirnir gegn Færeyjum verða auglýstir nánar á miðlum HSÍ en frítt verður inn í boði KFC á […]

Reitingsveiði hjá Eyjunum

Skip Bergs-Hugins, Vestmannaey og Smáey, hafa verið að fá reitingsafla að undanförnu. Smáey hefur verið að veiða austur af landinu en Vestmannaey hefur fiskað fyrir sunnan. Heimasíðan ræddi við skipstjórana. Jón Valgeirsson á Smáey og Birgi Þór Sverrisson á Vestmannaey í gær. Þegar rætt var við Jón var Smáey að færa sig frá Glettinganesflaki og […]

Safnahelgi – Menningarveisla þessa og næstu helgi

Safnahelgi – Menningarveisla þessa og næstu helgi Það var árið 2004 sem Kristín Jóhannsdóttir, þá menningar- og ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja blés til fyrstu Safnanæturinnar í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hún tók með sér frá Þýskalandi og  hefur verið árviss viðburður síðan. Sannkölluð menningarveisla fyrstu helgina í nóvember. Fljótlega varð þetta að Safnahelgi og nú dugar ekki minna […]

Mikið fjör á konukvöldi í Geisla – myndir

Það var glatt á hjalla á konukvöldi Geisla í gærkvöldi. Meðal þess sem boðið var uppá voru fjölbreyttar vörukynningar, lukkupottur, lifandi tónlist frá Sæþóri Vídó og 20% afslátt af gjafavörum. Kynnir kvöldsins var Helga Kristín Kolbeins. Óskar Pétur fór hamförum með myndavélina og myndaði allt sem á vegi hans varð. (meira…)

Erlendur Bogason opnar sjávarlíf.is

Vefurinn sjávarlíf.is er kominn í loftið, þó hann sé enn í þónokkri vinnslu. Erlendur Bogason kafari hefur um árabil myndað lífverur neðansjávar við strendur Íslands. Núna eru ljósmyndirnar og myndskeiðin aðgengilegar á þessum vef, sjávarlíf.is. Hafið er undirstaða lífs á jörðinni og velmegunar íslensks samfélags. Í hafinu í kringum Ísland er fjölbreytt líf dýra og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.