Tólfta Ljósopið í Einarsstofu á morgun
Nú er komið að tólftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þar sýna Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson. Er hún að vanda í Einarsstofu og hefst kl. 13.00, laugardag. Katarzyna, sem er frá Póllandi hefur búið hér síðan í mars sl. Jói, sem þekktur er fyrir listaverk sín sýnir á sér nýja […]
Katarzyna, Svabbi Steingríms og Jói Listó í Einarsstofu

Nú er komið að tólftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þau þrjú sem sýna að þessu sinni eru Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson. Katarzyna, sem er frá Póllandi hefur búið hér síðan í mars sl. og verður gaman að sjá hennar sjónarhorn á Vestmannaeyjar og lífið hér. Hún kom hingað […]
Kindasögur í Einarsstofu á sunnudaginn
„Íslenska sauðkindin er harðger, úrræðagóð og ævintýragjörn, það vita allir sem hana þekkja,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, menntaskólakennari sem ásamt Aðalsteini Eyþórssyni skrifar bókina Kindasögur sem hann kynnir í Einarsstofu á sunnudaginn. „Í þessari bók eru rifjaðar upp sögur af íslenskum kindum að fornu og nýju, afrekum þeirra, uppátækjum og viðureignum við óblíða náttúru og […]
Jói Listó sýnir á sér nýja hlið í Einarsstofu

Jóhann Jónsson, Jói Listó hefur ekki verið mikið að flagga ljósmyndum sínum þó hann hafi tekið myndir í áratugi. Hann er þekktur fyrir frábærar vatnslitamyndir, hefur myndskreytt leiðbeiningabækur fyrir sjómenn, teiknað frímerki og gert skúlptúra svo eitthvað sé nefnt. Þetta sáum við á frábærri yfirlitssýningu á verkum hans í Einarsstofu fyrr á þessu ári en […]
Svabbi með gosmyndirnar í Einarsstofu á laugardaginn

Svavar Steingrímsson, Svabbi Steingríms er einn þriggja sem sýnir myndir í Einarsstofu á laugardaginn sem er tólfta sýningin í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Eru þetta myndir sem hann tók í gosinu 1973. Áhrifamiklar myndir en hluta þeirra sýndi hann í Svölukoti á goslokum í sumar. „Þetta er myndir sem ég tók á hlaupum,“ […]
Síðustu ferð Herjólfs frestað fyrir handboltafólk, tvenna í Garðabæ

Í kvöld fer fram tvenna í TM höllinni í Garðabæ, þar sem bæði karla- og kvennalið ÍBV mæta Stjörnunni. Stelpurnar spila klukkan 18:15 og strákarnir klukkan 20:15. Að því gefnu hvetjum við Eyjamenn til þess að fylgja liðunum í bæinn og skella sér í dagferð upp á land ef fólk hefur tök á. Síðustu ferð […]
Sælgætissala Kiwanis

Ágætu bæjarbúar nú um helgina mun vaskir sveinar úr Kiwanisklúbbnum Helgafell arka um bæinn og selja hið árlega jólasælgæti Kiwanis. Viðtökur bæjarbúa hafa ávallt verið góðar og vonumst við eftir áframhaldi á því. Salan á jólasælgætinu er stærsta fjáröflun okkar og hefur fjármagnað mörg góð verk hér í bæjarfélaginu. En við höfum gefið rúm, göngugrind […]