Kári Kristján íþróttamaður Vestmannaeyja 2019 (myndir)

Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt árlegt uppskeruhóf sitt í kvöld. Það var Kári Kristján Kristjánsson sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2019. Íþróttafólk æskunnar voru valin þau Helena Jónsdóttir knattspyrnu- og handboltakona, Clara Sigurðardóttir knattspyrnukona og kylfingurinn Kristófer Tjörvi Einarsson. Helga Jóhanna Harðardóttir formaður Fjölskyldu- og tómstundaráðs veitti viðurkenningar Vestmannaeyjabæjar til Íslandsmeistara ársins 2019 og til íþróttafólks sem […]
Höldum áfram og gerum gott betra

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fór fram í dag kl 16:00. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja lýsa yfir ánægju með yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs, sveiganleiki og þjónusta við viðskiptavini er til fyrirmyndar. Höldum áfram og gerum gott betra. (meira…)
Íslendingar seldu loðnuhrogn fyrir 66 milljarða króna 2009-2018

„Það hefur tekið okkur um fjörtíu ár að búa til markað fyrir loðnuhrognin í Japan og hættan er sú að ef ekki berst hráefni í tvö ár færist neyslan yfir á aðra afurð […] Þegar talað er um loðnuhrogn í Japan er átt við íslensk loðnuhrogn, ekkert annað.“ Akaimasa Takuma, forstjóri og aðaleigandi Azuma Foods, […]
Jafnlaunakerfi Vinnslustöðvarinnar vottað

Vinnslustöðin hefur fengið jafnlaunavottun í samræmi við lög frá árinu 2018 og staðla þar að lútandi. Unnið hefur verið að verkefninu frá því í febrúar 2018 og Deloitte var fyrirtækinu innan handar við launagreiningu sem náði til allra á launaskrá á árinu 2019. „Öll störf í fyrirtækinu voru flokkuð og metin í ljósi mælikvarða sem […]
Yfirbyggt útisvið, sölubásar, legurbekkir og leiktæki á Vigtartorg

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær var kynnt hönnun á Vigtartorgi frá Eflu. Ráðið samþykkir að hefja framkvæmdir í samræmi við fjárhagsáætlun. Tekið er fram í fundargerð að verkið sé umfangsmikið og nauðsynlegt að áfangaskipta því. Ólafur Þór Snorrason sagði í samtali við Eyjafréttir að hönnunin væri spennandi en um tillögu að ræða og […]
Það er bara einn þjóðflokkur sem gerir svona (Myndir)

Það var mikið fjör á árshátíð Eyjamanna í Hörpu um liðna helgi eins og einn tónleikagestur kallaði Eyjatónleikana sem haldnir voru í níunda skiptið í Eldborgarsal í þetta skiptið undir yfirskriftinni „Í brekkunni“. Maður fann það um leið og maður steig inn í Hörpu að ekki var um hefðbundna uppákomu að ræða í húsinu. Á […]
Sorpeyðingargjöld heimila standa í stað en hækka á fyrirtæki

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar lá fyrir endurskoðuð gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2020. Bæjarstjórn samþykkti að vísa gjaldskránni aftur til afgreiðslu ráðsins þar sem fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrir árið 2020 gerir ekki ráð fyrir neinum hækkunum í A-hluta sveitarsjóðs. Niðurstaða ráðsins var á þá leið að sorphirðu og […]
Daði ráðinn til Smartmedia

Daði Magnússon hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækisins Smartmedia sem forritari. Daði mun koma inn í þróunarteymið og styðja við þann vöxt sem átt hefur sér stað hjá Smartmedia og viðskiptavinum okkar. Daði lauk BSc námi við Háskólann í Reykjavík í Tölvunarfræði og hefur frá þeim tíma meðal annars starfað hjá Umferðarstofu og Arctic Adventures, ásamt […]
Er hlutlaus fjölmiðlun draumsýn?
Einhver umræða hefur átt sér stað undanfarið um fjölmiðla, hlutleysi eða hlutdrægni þeirra. Mikilvægi öflugra fjölmiðla er óumdeilt fyrir bæði stór og smá samfélög. Öflugur fjölmiðill gegnir mikilvægu hlutverki fyrir almenning og héraðsfréttamiðlar hafa flestir það hlutverk að upplýsa íbúa í smærri samfélögum um mál sem snertir þeirra samfélag. Blaðamenn mega hafa skoðanir Ekki er óeðlilegt […]