Allt á kafi í Eyjum (myndir)

Snjónum hefur kyngt niður í Vestmannaeyjum í allan dag, víða í bænum hefur færð spillst en snjómokstur er í fullum gangi. “Við erum að tjalda öllu til, við erum með öll okkar tæki úti og svo eru allir verktakar á fullu,” sagði Jóhann Jónsson forstöðumaður í áhaldahúsinu. Jóhann sagði moksturinn hafa gegnið hægt þar sem […]
Lítið mældist af loðnu í rannsóknarleiðöngrum í janúar

Bráðabirgðamat liggur nú fyrir frá mælingum á stærð loðnustofnsins í janúar. Stærð hrygningarstofnsins samkvæmt þessum mælingum var um 64 þúsund tonn. Matið byggir á mælingum þriggja skipa, RS Árna Friðrikssonar, ásamt loðnuskipunum Hákoni EA-148 og Polar Amaroq. Er það langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. Meðfylgjandi mynd sýnir […]
Íslandsbanki býður í vöffluveislu

Í dag mánudaginn 3. febrúar ætlum við starfsfólk Íslandsbanka að skella okkur í rauðu svunturnar og bjóða viðskiptavinum okkar í vöffluveislu. Að því tilefni eru allir hjartanlega velkomnir til okkar í dag. (meira…)
Auglýst er eftir umsóknum í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar fyrir skólaárið 2020-2021. Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar 2020. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Þeir sem geta sótt um í sjóðinn eru kennarar, kennarahópar, fagaðilar við skóla, einn eða fleiri skólar saman og […]
Unglingalandsliðs markvörður til ÍBV

ÍBV og Valur hafa náð samkomulagi um að Auður Scheving landsliðsmarkvörður Íslands U-19 muni leika með ÍBV sem lánsmaður á komandi leiktímabili. Auður sem á að baki 20 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd tekur nú slaginn með ÍBV í Pepsí Max deildinni. ÍBV bíður Auði innilega velkomna til félagsins. (meira…)