Riddararnir biðjast afsökunar, engin meiðyrði á mömmunum

Stuðningsmannahópur ÍBV Hvítu riddararnir sendu eftir hádegi í dag frá sér afsökunarbeiðni eftir umfjöllun fréttablaðsins um hegðun hópsins í bikarleik á dögunum. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins mættu riddararnir með myndir af mæðrum leikmanna og öskruðu og börðu á klefahurðina eftir leik. Einnig kemur fram að á myndirnar hafi verið skrifuð alls konar skilaboð. Meðfylgjandi ljósmynd sýnir riddarana með mömmumyndirnar frægu […]
ÍBV mætir Haukum í undanúrslitum

Dregið var í undanúrslit Coca Cola bikarsins nú rétt í þessu í Smárbíó. ÍBV mætir Haukum í final four í Laugardalshöll 5. mars klukkan 18:00. Í hinni viðureigninni mætast Afturelding og Stjarnan klukkan 20:30. Undanúrslitin fara fram í Laugardalshöll 4. mars hjá konunum og þann fimmta hjá körlunum. Úrslitaleikirnir verða svo leiknir laugardaginn 7. mars. […]
Fleiri ungir ökumenn látast af völdum textasamskipta í akstri en ölvunarakstri

112-dagurinn verður haldinn í dag,11. febrúar, eins og undanfarin ár. Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, lögreglan, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin, Samgöngustofa og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að því hvernig við tryggjum öryggi og rétt viðbrögð við slysum og […]
Kolbrún Anna Rúnarsdóttir ráðin deildarstjóri í stuðningsþjónustu

Kolbrún Anna Rúnarsdóttir var valin hæfust í starf deildarstjóra í stuðningsþjónustu hjá Vestmannaeyjabæ. Aðrir umsækjendur voru: Áslaug Steinunn Kjartansdóttir Eva Gunnlaugsdóttir Halla Björk Snædal Jónsdóttir Lísa Margrét Þorvaldsdóttir Rakel Ósk Guðmundsdóttir Sara Rún Markúsdóttir Sigríður Jóhanna Sigurbjörnsdóttir (meira…)