Fleiri ungir ökumenn látast af völdum textasamskipta í akstri en ölvunarakstri
11. febrúar, 2020

112-dagurinn verður haldinn í dag,11. febrúar, eins og undanfarin ár. Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, lögreglan, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin, Samgöngustofa og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að því hvernig við tryggjum öryggi og rétt viðbrögð við slysum og áföllum í umferðinni. Þá verður kastljósinu jafnframt beint að getu fólks til að bregðast við slysum og áföllum með því að leita sér aðstoðar í gegnum neyðarnúmerið, 112, og veita skyndihjálp og sálrænan stuðning uns sérhæfð aðstoð berst.

Samstarfsaðilar 112-dagsins vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. Þeir hvetja jafnframt þá sem ganga og hjóla til að nota endurskin og vera þannig vel sýnilegir þeim sem fara um á bílum. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða á fjölförnum stöðum víða um land á morgun og ætla að dreifa 17.000 endurskinsmerkjum Neyðarlínunnar, Landsbjargar og Samgöngustofu. Fólk er eindregið hvatt til að þiggja endurskinsmerkin og nota þau.

Endurskinsmerki
Ef ekið er með lágu ljósin sér ökumaður gangandi vegfarenda sem er dökkklæddur, ekki fyrr en í 25 metra fjarlægð. Ef viðkomandi er með endurskinsmerki sést hann aftur á móti fimm sinnum fyrr eða í 125 metra fjarlægð.
Endurskinsmerki er örugg og ódýr forvörn en þau þurfa að vera rétt staðsett. Best er að hafa þau eins neðarlega og hægt er eins.
• Hangandi merki er best að hafa beggja vegna á hliðum neðst á yfirhöfn.
• Límd merki er best að hafa bæði að framan og aftan neðst á yfirhöfn og fyrir miðju. Þau þola þvott við 40°C.
• Ef endurskinsmerki eru orðin máð og rispuð getur endurskin þeirra minnkað og þörf á að skipta þeim út.
Best er að velja utanyfirfatnað, skó og töskur sem hafa endurskinsmerki á sér fyrir börnin. Þá er minnsta hættan á að þau gleymist eða týnist.

Farsími
Í Umferðarlögum er fjallað um notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar.
Stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsíma, snjalltæki eða önnur raftæki sem truflað geta aksturinn, án handfrjáls búnaðar. Brot á þessari grein varða 40.000.- kr. sekt.

Nokkrar staðreyndir varðandi farsímanotkun ökumanna
„Misnotkun“ á síma við akstur hefur í för með sér mjög mikla truflun á athygli og viðbragði ökumanna. Víða er litið svo á að það jafnist á við það að aka undir áhrifum vímuefna.

• Sú truflun á einbeitingu ökumanns sem á sér stað þegar talað er í farsíma, hvort sem notast er við handfrjálsan búnað eður ei er sagt hafa sömu áhrif á viðbragðstíma ökumanns og það að keyra með 0,8 prómill vínanda í blóðinu. Refsimörk vegna áfengisneyslu eru 0,5 prómill. Komið er inn á þetta í fjölda rannsókna og skýrslna sem ritaðar hafa verið um þessa áhættuhegðun.

• Það að teygja sig eftir símtóli, stimpla inn símanúmer, lesa eða skrifa SMS á meðan verið er að keyra, þrefalda líkurnar á bílslysi samkvæmt bandarískri rannsókn.

• Ökumenn líta af veginum í 4,6 sekúndur að meðaltali þegar smáskilaboð eru lesin eða skrifuð. Það er ígildi þess að aka yfir heilan fótboltavöll án þess að horfa út um framrúðuna ef ekið er á 90 km/klst (Virginia Tech News).

• Að hringja úr farsíma á meðan á akstri fólksbifreiðar stendur eykur líkurnar á á árekstri eða nærri því árekstri um 2,8. Ef um er að ræða stórt ökutæki eins og vörubifreið aukast líkurnar 5,9 falt (Virginia Tech News).

• Fleiri ungir ökumenn í USA látast af völdum textasamskipta í síma á meðan á akstri stendur en ölvunaraksturs (mbl.is 23.7.2013).

• Rannsókn sem AAA American Automobile Association (Samtök bandarískra bíleigenda) lét gera sýnir að í 12% tilfella þar sem ungir ökumenn verða valdir að árekstri er um truflun af völdum símanotkunar að ræða.

Hvernig tryggjum við öryggi og rétt viðbrögð á slysum og áföllum í umferðinni?
Þeir sem fyrstir koma á slysstað þurfa að vera viðbúnir því að taka stjórn mála í sínar hendur. Í því felst m.a. að ganga ákveðið til verka en þó af yfirvegun og skipuleggja það sem gera þarf. Leggja þarf höfuðáherslu á framkvæma eftirfarandi fjögur atriði í þessari röð:

1. Tryggja öryggi á slysstað og koma í veg fyrir meiri skaða.
2. Meta umfang slyssins og veita neyðarhjálp sé þess þörf.
3. Tilkynna um slys í 112 og kalla eftir nauðsynlegri hjálp.
4. Að veita skyndihjálp

Komi ökumaður að slysi þar sem búið er að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir og aðstoðar hans er ekki þörf skal hann aka áfram án þess að nema staðar. Það hendir of oft að þeir sem leið eiga hjá slysstað stoppi þar til þess eins að skoða hvað gerst hefur. Það truflar björgunarstörf, eykur slysahættu og spillir oft ummerkjum á slysstað.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
1. maí blað Drífanda
1. maí blað Drífanda

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst