Hyggst flytja inn í Laufey – „á bara eftir að segja konunni það“

Ný þjónustumiðstöð við þjóðveg 1 mun bera nafnið „Laufey – Welcome center.“ Sveinn Waage, markaðstjóri Svarsins og umsjónamaður verkefnisins, sagðist hafa fallið strax fyrir nafninu. „Við unnum þetta með Aldeilis auglýsingastofu. Vorum með ákveðnar áherslur og hugmyndir sem skiluðu sér í þessu nafni sem við féllum strax fyrir. Það er lítið mál fyrir útlendinga að […]
Frumvarp til laga um skip í samráðsgátt

Drög að frumvarpi til laga um skip hafa verið birt á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 4. mars 2020. Frumvarpinu er ætlað að einfalda löggjöf í kringum skip. Markmið laganna er að tryggja öryggi íslenskra skipa, áhafna þeirra […]
TBV býður börnum og unglingum á badminton námskeið

Nú er að fara af stað opið kynningar námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-17 ára, einnig fatlaða. Námskeiðið mun hefjast 22. febrúar og lýkur með vina- og fjölskyldumóti þann 29. mars. Þjálfari námskeiðsins er hún Þórey Katla fyrrum afreksspilari með 12 ár að baki í íþróttinni. Ekki er nauðsynlegt að eiga spaða. Æfingar […]
Sindri VE breyttist í frystitogarann Campelo 2

Togarinn Sindri VE-60, upprunalega Páll Pálsson ÍS-102, er kominn til veiða við Afríkustrendur sem frystitogarinn Campelo 2. Hann er gerður út frá Sengal. Fyrirtæki á Spáni keypti Sindra af Vinnslustöðinni snemma árs 2019 og togarinn var afhentur nýjum eigendum í bænum Marin í Galisíu á norðvestanverðum Spáni. Eigi vitum við svo gjörla um hvort skipið […]
Þorrablót S.V.S.V.

Starfsmannafélag Vinnslustöðvarinnar, S.V.S.V. stóð fyrir þorrablóti starfsmannafélagsins laugardaginn 15. febrúar sl. Um árlegan viðburð er að ræða og sér Einsi Kaldi um þorramatinn ásamt öðrum kræsingum fyrir þá sem ekki borða súrmat. Skemmtileg hefð hjá starfsmannafélaginu og á meðfylgjandi myndum má sjá að gleðin var við völd. Myndirnar tók Addi í London starfsmaður Vinnslustöðvarinnar. (meira…)
Vestmannaeyjabæ afhentur Herjólfsbær

Á aðalfundi Herjólfsbæjarfélagsins, sem haldinn var í gær, var Herjólfsbær afhentur Vestmannaeyjabæ til eignar. Í kjölfarið var starfsemi félagsins hætt. Hugmyndin af endurbyggingu Herjólfsbæjar kemur frá Árna Jonsen og var keyrð áfram af honum. Lista- og menningarfélagið Herjólfsbæjarfélagið var stofnað til að halda utan um framkvæmdirnar. Í októbermánuði 2005 var ráðist í byggingu nýs Herjólfsbæjar […]