Hyggst flytja inn í Laufey - „á bara eftir að segja konunni það“
21. febrúar, 2020

Ný þjónustumiðstöð við þjóðveg 1 mun bera nafnið „Laufey –  Welcome center.“ Sveinn Waage, markaðstjóri Svarsins og umsjónamaður verkefnisins, sagðist hafa fallið strax fyrir nafninu. „Við unnum þetta með Aldeilis auglýsingastofu. Vorum með ákveðnar áherslur og hugmyndir sem skiluðu sér í þessu nafni sem við féllum strax fyrir. Það er lítið mál fyrir útlendinga að segja þetta og fyrir okkur að útskýra,“ sagðir Sveinn og bætti við. „Ef þú gúgglar Laufey (á ensku) færðu móðir Loka í goðafræðinni.  Welcome Center er svo eitthvað sem við höfum unnið með lengur og passar sérlega vel við „Komdu fagnandi“ hjá okkur Eyjamönnum sem ættu alltaf að vera okkar skilaboð númer eitt, að mínu mati.“

Sveinn sagðist mjög spenntur fyrir verkefninu og vera, líkt og aðrir sem að verkefninu koma, tilbúinn að gera allt til að stöðin virki sem best. „Við viljum gera allt til að stöðin okkar virki sem best, að við lærum jafnóðum og bregðumst við. Þess vegna höfum við ákveðið að fara á verbúð, ég og Davíð Halldórsson rekstar-og tæknistjórinn. Davíð mun alfarið búa í Laufey og ég sjálfur meira eða minna fyrst um sinn a.m.k.  Ég á reyndar eftir að segja konunni minni og börnum frá því. Það verður fjör,“ segir Sveinn og hlær

Opnum vonandi í haust
Aðspurður sagðist Sveinn vonast til að framkvæmdir hefðust sem fyrst. „ Byggingarleyfið er komið, landið er í okkar eigu. Við leggjum inn pantanir til okkar erlendu birgja um leið og fjármögnun er klár. Ef allt gengur upp náum við að opna í haust.“

Fyrsta bensínlausa bensínstöðin
Á þrívíddarteikningum af svæðinu má sjá eitthvað sem líkist bensínstöð en Sveinn sagði það þó ekki vera. „Laufey verður fyrst og fremst græn orkustöð. Við verðum í raun fyrsta stóra „bensínlausa bensínstöðin“ á landinu með tilheyrandi möguleikum á markaðssetningu og athygli. Ég heyrði í mörgum Eyjamönnum varðandi þessa hugmynd og bjóst alveg við misjöfnum viðbrögðum, en svo var ekki. Flestir sáu tengingu við rafdrifinn Herjólf og þetta væri einfaldlega framtíðin handan við hornið. Dísel-kallar, eins og ég, munum bara læra að taka olíu í Eyjum eða á Hvolsvelli þar til við förum yfir á rafmagnið.  En svo það sé nú sagt, þá verður ekki eintómt vegan-fæði í Laufey þótt hún verði græn blessunin. Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá djúpsteikingarolíuna úr Herjólfi fyrir frönskurnar,“ sagði Sveinn og glotti.

Alfarið í eigu Eyjamanna
Sveinn sagði að stefnuna vera að hafa þetta eins vestmannaeyskt og hugsast getur. Fyrirtækið sem rekur þjónustumiðstöðina verður skráð í Vestmannaeyjum og í meirihluta eigu Eyjamanna. Sveinn sagði fjármögnun ganga vel og reiknar með að hlutirnir skýrist betur á næstu vikum. „Okkar kjölfestu-fjárfestir er að klára sína vinnu sem gerir okkur kleift að halda áfram. Við erum búnir að heyra í okkar stærstu fyrirtækjum sem og hjá þeim finnum við góðan vilja til að mynda traustan eigendahóp í Eyjum. Allir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að auka hlut okkar í heimsóknum ferðamanna á Suðurlandi og skapa fleiri störf í Eyjum,“ sagði Sveinn.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
1. maí blað Drífanda
1. maí blað Drífanda

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst