Tvö ný smit í Eyjum

Tvö smit hafa greinst til viðbótar í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit því orðin 53. Báðir einstaklingarnir voru þegar í sóttkví. Fjöldi einstaklinga sem hafa verið settir í sóttkví er orðinn 588 og hafa 93 lokið sóttkví. Minnt er á að fólk fari að leiðbeiningum um sóttvarnir, virði samkomubann og fjarlægðarmörk upp á 2 metra og […]
Aukin þjónusta fyrir foreldra í forgangi

Grunnskóli Vestmannaeyja mun frá og með mánudeginum 30. mars, bjóða upp á skólavistun fyrir börn Foreldrar/forráðmanna sem eru í framlínustörfum og eiga rétt á forgangi fyrir nemendur í 1. – 4. bekk en Grunnskóli Vestmannaeyja hefur frá því að fjarkennsla hófst einungis tekið á móti börnum í 1. og 2. bekk í sömu stöðu. Þetta […]
Fasteignagjöldum frestað og framkvæmdum flýtt

Á fundi bæjarráðs í gær, fimmtudag, voru meðal annars ræddar þær efnahagsaðgerðir ríkistjórnarinnar sem snúa að sveitarfélögum. Ljóst er að stjórnvöld og aðrir opinberir aðilar þurfa að koma myndarlega að hvers konar tilslökunum, aðgerðum og framkvæmdum meðan veiran gengur yfir. Þar eru sveitarfélög hvött til að samþykkja tilslakanir gjalda á íbúa og fyrirtæki og beita […]
47.000 tonn á 13 árum

Smáey VE, sem áður bar nafnið Vestmannaey, hefur verið seld Þorbirni hf. í Grindavík. Verður skipið afhent nýjum eiganda í byrjun maímánaðar. Vestmannaey er ísfisktogari sem smíðaður var í Gdynia í Póllandi fyrir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum árið 2007. Skipið er 485 brúttótonn, 28,9 m langt og 10,39 m breitt með 699 hestafla Yanmar vél. Vestmannaey […]
Karolina og Marta framlengja við ÍBV

Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska skrifuðu í gær undir eins árs framlengingu á samningi sínum við ÍBV. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu ÍBV þar segir að stelpurnar hafi spilað stór hlutverk í liðinu og staðið sig með mikilli prýði. Jafnframt hafa þær fundið sig vel í Eyjum og segjast ótrúlega ánægðar með fólkið […]