Ekkert nýtt smit í Eyjum á síðasta sólarhring

Ekkert smit hefur greinst síðastliðinn sólarhring í Vestmannaeyjum og er það í fyrsta skipti frá 17. mars sl. Enn er fjöldi staðfestra smita 103 en fjölgar í hópi þeirra sem hafa náð bata og eru þeir orðnir 34. Virk smit eru því 69. 210 eru í sóttkví. Með tilkynningunni er súlurit yfir aldursdreifingu smita í […]
Símaviðtöl vegna Covid 19 á heilsugæslunni yfir páskana

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru og langrar helgi framundan hefur verið ákveðið að bjóða upp á símaviðtal við hjúkrunarfræðing yfir páskahelgina. Símatímar eru dagana 9 – 13 apríl, kl 11:00 – 11:30 í síma 4322510 Þessir símatímar eru ætlaðir einstaklingumi með einkenni sem gætu bent til Covid 19 smits; hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, […]
Sex verkefni hljóta styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla

Í febrúar auglýsti fræðsluráð eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla en markmiðið með honum að styðja við þróunar- og nýsköpunarstarf leik- og grunnskóla. Fræðsluráð samþykkti síðan á 328. fundi ráðsins þann 31. mars sl. að veita styrki fyrir sex metnaðarfull og áhugaverð verkefni en heildarupphæð sem veitt er úr sjóðnum þetta árið […]
Lögreglan í startholunum að sekta

Eftir því sem tíminn líður verðum við öll óþreyjufyllri að Covid-19 faraldurinn gangi yfir og að lífið geti haldið áfram sinn vanagang. Börn og fullorðnir þrá samvista með sínum nánustu, handabönd og faðmlög. Nú reynir á úthaldið og ekki má slá slöku við. Nú þegar hafa sex dauðsföll orðið af völdum Covid og 39 eru […]
Efst í huga kærleikurinn og hugulsemin

„Kæru vinir Eins og flest ykkar eflaust vita þá hef ég átt í baráttu við þennan fjárans vírus sem herjar á samfélög heimsins.“ Svona hefst færsla sem Arnar Richardsson ritaði á facebook síðu sína í gærkvöldi en þar rekur hann baráttu sína við veikindin. Þann 22. mars greinist Arnar með Covid-19 vírus og var búinn að vera veikur í […]
Verkefni í Vestmannaeyjum fengu úr Uppbyggingarsjóði

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir […]