Gleðilegt sumar

Já, lundinn settist upp í kvöld 16. apríl og þar með er komið sumar hjá mér. Hann settist reyndar upp þann 14. í fyrra, en mér fannst þessar köldu, vestlægu áttir síðustu daga ekki vera beint rétta veðurfarið, en hæg suðlæg átt eins og núna í kvöld er einmitt besta veðurfarið. Lundinn settist upp í […]

Lundinn er sestur upp

Hilmar Kristjánsson sá lunda í töluverðu magni seinnipartinn í dag bæði í Dalfjalli og í Klifinu. Eðlilegt er að fyrstu lunda verði vart um miðjan apríl og því hægt að segja að þessi vorboði sé mættur til Eyja á réttum tíma. (meira…)

Ekkert nýtt smit í 10 daga

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 6. apríl síðastliðinn. Samtals hafa 103 greinst með veiruna, 65 hafa náð bata og því eru 38 einstaklingar með virk smit. 127 eru í sóttkví. Á sunnudaginn rennur samkomubann miðað við 10 manns sitt skeið í Vestmannaeyjum. Á mánudag tekur við almenn takmörkun á samkomum sem gildir […]

Fyrir og eftir Covid

Samfélagið er þessa dagana í fastri hliðarlegu og undirritaður hefur ekki farið varhluta af því frekar en aðrir. Erfitt er að neita því að um sögulega tíma er að ræða og að samheldnin og samstaðan í samfélaginu um að vernda okkar viðkvæmustu bræður og systur verið mögnuð. Við þekkjum öll frasann „fyrir og eftir gos“, […]

Með jákvæðni hafa látið hlutina ganga sem allra best

Við stöndum öll frammi fyrir vægast sagt sérstöku ástandi í þjóðfélaginu. Samkomubann hefur staðið yfir síðan 15. mars og mun það vara a.m.k. til 4. maí n.k.  Þetta er áhrifarík leið til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Ástandið sem við glímum við reynir á allt samfélagið og við sjáum ekki alveg fyrir okkur hvenær við […]

Vinnslustöðin og Huginn halda makrílkröfu til streitu

Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en í gær lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Í frétt á Visir.is segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.