Eitt nýtt smit í Eyjum

Eitt smit hefur bæst við í Vestmannaeyjum og er heildarfjöldi smita því 104. Þeir sem hafa náð bata eru 79 og því aðeins 25 manns með virk smit. Í sóttkví eru 91. Aðilinn sem greindist er fjölskyldumeðlimur einstaklings sem hafði greinst áður og er því ekki um óvænt smit að ræða eða á nýjum stað […]
Akstur er ekki leikur, heldur dauðans alvara

Lögreglan í Vestmannaeyjum gerir upp undanfarnar vikur í pistli á facebook síðu sinni. En lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast á undanförnum vikum og tengjast helstu verkefni því almannavarnarástandi sem er á heimsvísu og snýr að COVID-19 faraldrinum. Verkefni lögreglu hafa meðal annars verið að aðstoða smitrakningateymi sóttvarnalæknis og almannavarna við að rekja smitleiðir […]
Nýr vefur Vestmannaeyjabæjar kominn í loftið

Í dag tók Vestmannaeyjabær nýjan vef í gagnið. „Gamli vefurinn var komin á sitt 10. ár og löngu tímabært að aðlaga vefinn að breyttum þörfum nútímans,” segir í tilkynningu frá Írisi Róbertsdóttir, bæjarstjóra Það var Hugsmiðjan sem gerði vefinn í samvinnu við Vestmannaeyjabæ að undangenginni verðkönnun. „Lagt var upp með að nýi vefurinn félli að […]
Forræktun krydd- og matjurta í boði Visku og Eyjafrétta

Á næstu vikum munu Viska Símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Eyjafréttir bjóða Eyjamönnum upp á hin ýmsu fjarnámskeið þeim að kostnaðalausu. Það fyrsta í röðinni verður á mánudaginn kemur, þann 20. apríl, þegar Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, sýnir okkur allt um sáningu og forræktun krydd- og matjurta. Á fjarnámskeiðinu verður farið yfir sáningu […]
Heima með Dóra Popp klukkan 21

Í kvöld kl 21 á facebook síðu Eyþórs Harðarsonar, verða tónleikar í beinni í boði algjörlega að kostnaðarlausu… Í samtali við blaðamann sagði Eyþór „þetta er mín leið að gefa fólki tilbaka og þakka fyrir mig“. Eyþór, eða Dóri Popp eins og flestir þekkja hann er ekki að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni enn […]
Ágætis vertíð en sérkennileg

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í gærmorgun og í kjölfarið var góðum afla landað úr systurskipinu Bergey VE. Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson, skipstjóra á Vestmannaey, og spurði hann hvernig veiðiferðin hefði gengið og einnig hvað hann vildi segja um vertíðina hingað til. „Það verður að segjast að þessi veiðiferð gekk vel. […]
Upptaka af bæjarstjórnarfundi

1558. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram í gær kl. 18:00 hér má sjá upptöku af fundinum og dagskrá fundarins. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. 202003006F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 321 Liðir 1-10 liggja fyrir til staðfestingar. 2. 202003013F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja – 248 Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar. 3. 202003011F […]