Mjaldrarnir með magakveisu

Til stóð að mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít færu út til nýrra heimkynna sinna í Klettsvík næstkomandi föstudag. Því hefur nú verið slegið á frest í nokkrar vikur vegna þess að dýralæknar Sea Life hafa greint bakteríu sýkingu í maga dýranna. Frá þessu er greint á facebook síðu Sea Life Trust. Um væga sýkingu […]
Hörður Baldvinsson fer tímabundið í starf verkefnastjóra hjá ÞSV

Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima verður lánaður í tímabundið 50% starf verkefnisstjóra hjá Þekkingarseturs Vestmannaeyja frá 15. ágúst 2020 til 31. mars 2021 í fjarveru og launalausu leyfi Páls Marvins Jónssonar framkvæmdastjóra. ÞSV hefur gert samkomulag við Vestmannaeyjabæ vinnuveitenda Harðar um þessa tilfærslu. Önnur verkefni Páls Marvins framkvæmdastjóra ÞSV hafa verið færð tímabundið yfir á annað […]
Hundrað og einn á atvinnuleysisskrá

Staðan á vinnumarkaði Í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram kemur í fundargerð að atvinnuleysi hefur aukist í Vestmannaeyjum eins og annars staðar vegna faraldursins. Í tölum frá Vinnumálstofnun kemur fram að í lok maí hafi 101 verið á atvinnuleysisskrá og 126 á hlutabótaleiðinni. Í apríl var 11,5% atvinnuleysi, en 6,6 […]
Faraldurinn hefur valdið tekjuskerðingu og aukið útgjöld

Lagt var fram minnisblað um helstu breytingar á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs vegna Covid-19 faraldursins á fundi bæjarráðs í gær. Efnahagsleg áhrif af Covid-19 faraldrinum hafa haft töluvert að segja um fjárhag sveitarfélaga. Misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu mikið tekjur hafa skerst og virðast þau sveitarfélög sem byggja hvað mesta afkomu af ferðaþjónustu hafa orðið verst úti. […]
Hætta við kvöldskemtun á Stakkagerðistúni vegna smithættu

Fyrirkomulag bæjarhátíða og viðburða í Eyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Í sumar er búið að halda flesta þá viðburði sem haldnir hafa verið undanfarin ár. Sjómannadagsráð hélt sjómanndagshelgina hátíðlega, en með breyttu sniði þó. Haldin var hátíð vegna Þjóðhátíðardagsins, 17. júní og einnig hefur ÍBV Íþróttafélag haldið bæði TM mótið (pæjumót) […]