Árshátíð aflýst, út að borða í staðinn

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar er aflýst vegna veirufaraldursins. Samkoman hefði að öllu eðlilegu verið núna í október með annáluðum glæsibrag; dýrindis mat, skemmtiatriðum, dansi og herlegheitum í góðum félagsskap – allt í boði fyrirtækisins handa starfsmönnum og mökum þeirra. Skarðið sem árshátíðin skilur eftir sig í ár verður auðvitað ekki fyllt en svona gerist á síðustu og […]
Tankarnir rísa

Vinna stendur nú yfir við að reisa fjóra nýja hráefnistanka Ísfélagsins við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins. Tankarnir komu til landsins um miðjan mánuðinn. Tönkunum er ætlað að flýta fyrir löndun á loðnuvertíð til þess að unnt sé að koma skipum aftur til veiða sem fyrst. Það er Jáverk sem annast það að koma tönkunum á sinn stað. […]
Staða flugsins áhyggjuefni

„Það er auðvitað áhyggjuefni að geta ekki gengið að því að vera með fastar flugferðir til og frá Vestmannaeyjum,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í samtali við Morgunblaðið, um þá ákvörðun flugfélagsins Ernis að hætta flugi til og frá Vestmannaeyjum. Félagið flaug sína síðustu áætlunarferð til Eyja fyrr í septembermánuði. Ástæðan þar að baki […]