Eitt smit í Eyjum

20200522 153258

Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 og er nú í einangrun. Níu aðilar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Aðgerðastjórn ítrekar nú sem fyrr mikilvægi þess að bæjarbúar gæti vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum. Þá hvetur aðgerðastjórn bæjarbúa til að sækja C-19 smitrakningarapp almannavarna. Aðilum með flensueinkenni er bent […]

Ásgeir Snær fór úr axlarlið

Handknattleikslið ÍBV varð fyrir blóðtöku á laugardaginn í sigurleiknum á Val í Olísdeild karla. Örvhenta skyttan, Ásgeir Snær Vignisson, sem kom til liðsins í sumar frá Val, fór úr hægri axlarlið í leiknum sem ÍBV vann, 28:24. Fyrir vikið leikur Ásgeir Snær ekki með ÍBV-liðinu á næstunni. Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við […]

Lokað fyrir heimsóknir

Enn og aftur er óboðinn gestur mættur á Eyjuna. Í ljósi þess að upp hefur komið smit hér í Eyjum höfum við ákveðið að loka fyrir heimsóknir í eina viku, frá og með í dag. Næsta mánudag, 5. október, munum við endurskoða þessa breytingu. Er þetta gert með öryggi sjúklinga/heimilisfólks að leiðarljósi. Við sérstakar aðstæður […]

Viltu hafa áhrif?

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna fjárhagsáætlunargerðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021 undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2021?” Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. […]

Áhöfnin á Þórunni í sóttkví

Allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni Sveinsdóttur VE eru komnir í sóttkví þetta staðfesti Gylfi Sigurjónsson skipstjóri í samtali við Eyjafréttir. „Já það var strákur með okkur í síðasta túr sem lauk á miðvikudag sem greindist smitaður á laugardaginn,“ sagði Gylfi. Allir áhafnarmeðlimir á Þórunni sem fóru í frí eftir síðasta túr eru nú í […]

Hvölunum sleppt í Klettsvík (myndband)

Sea Life Trust sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kemur að hvölunum Litlu Grá og Litlu Hvít hafi verið sleppt lausum í Klettsvík. Þar kemur einnig fram að aðlögun hvalanna hafi gengið vel undir ströngu eftirliti. Meðfylgjandi myndband er tekið þegar hvalirnir fóru sinn fyrsta sundsprett í nýjum heimkynnum. (meira…)

Humarafli sunnudagsins á Breiðafirði framar vonum

„Við fengum humar í flestar gildrur, í nokkrum var ekkert en afli dagsins var í heildina langt framar vonum. Við fengum alla vega staðfest að það er talsvert af humri á þessum slóðum en auðvitað er óvarlegt að draga víðtækar ályktanir af því sem kom upp í dag. Við freistum gæfunnar víðar á næstu vikum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.