KFS komnir í 3. deild (myndband)

KFS tryggði sér í dag sæti í 3. deild með 0-1 sigri á Hamri á Grýluvelli í Hveragerði það var Hallgrímur Þórðarson sem skoraði sigurmarkið á 63. mínútu. Öflugt stuðningslið fylgdi KFS til lands og setti svip sinn á leikinn. Myndbönd frá fagnaðarlátunum má sjá hér að neðan. Við fengum Hjalta Kristjánsson guðföður félagsins til […]
Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar gengur vel þrátt fyrir Covid

Grétar þór Eyþórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar mætir á fund Fjölskyldu- og tómstundaráðs og fór yfir starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar. Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar gengur vel og hefur tekist ágætlega að glíma við erfiðar aðstæður. Góð aðsókn er í sundlaugina og lítil breyting frá síðasta ári þrátt fyrir Covid. Gætt er vel að sóttvörnum. Núverandi fjöldatakmarkanir eru það rúmar að ekki […]
Sláturtíð
Það er komið haust og sláturtíðin komin á fullan skrið. Mér skilst að hjá Norðlenska á Húsavík slátri þeir um 2000 stykkjum á dag. Sláturhús ISAVIA slátraði þremur störfum í eyjum í vikunni. Sveinbjörn Indriðason heitir framkvæmdastjóri sláturhússins. Hann er með rúmar þrjár milljónir í laun á mánuði. Ekki veitir af, blóðugur upp fyrir haus […]
Leggja til aukningu í síld en samdrátt í makríl og kolmunna

Í dag 30. september veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2021 fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknarstofnunar. Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 651 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 526 þúsund tonn og […]
Ýmis mál sem þarf að fara yfir og lagfæra

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fór í þurrkví í Hafnarfirði í gær. Þar fer fram ábyrgðarskoðun, í samræmi við smíðasamning. Gert er ráð fyrir að skipið verði frá í um það bil þrjár vikur og leysir Herjólfur III það af á meðan. Fór sá gamli fyrstu ferðina í Landeyjahöfn í fyrradag. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir […]
Sæti í 3. deild í boði

KFS leikur seinni leik sinn gegn Hamri í Hveragerði í dag kl. 15:30 á Grýluvelli. Fyrri leikurinn fór 1-0 fyrir KFS og má búast við hörkuleik. Liðið sem fer með sigur af hólmi úr rimmunni tryggir sér sæti í úrslitaleik 4. deildar og sæti í 3. deild. Í færslu á facebook síðu liðsins eru stuðningsmenn […]