Hálkublettir á Strandvegi

Óhapp varð núna fyrir stundu þegar glussaslanga í gröfu sprakk þegar vélin var stödd á Strandvegi til móts við Krónuna. Greiðlega hefur gengið að hreinsa upp þá yfirborðsolíu sem var á götunni með aðstoð sóparabílsins en töluvert hafði borist áfram með umferð m.a. niður á Tangagötu. Segir í tilkynningur frá Slökkvilið Vestmannaeyja. Svæðið afmarkast að […]
Mikill fjöldi umsókna í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Í síðust viku rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Mikill fjöldi umsókna barst sjóðnum eða samtals 165 umsóknir. Umsóknirnar skiptast í eftirfarandi tvo flokka, menningarverkefni samtals 93 umsóknir og atvinnu- og nýsköpunarverkefni samtals 72 umsóknir. Hrafn Sævaldsson ráðgjafi fyrir SASS í Vestmannaeyjum staðfesti í samtali við Eyjafréttir að þó nokkrar […]
Loksins ný útgáfa

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum, sem er hópur áhugafólks um sögu og menningu Vestmannaeyja, hefur um nokkurra ára skeið átt sér þann draum að standa fyrir útgáfu á Reisubók séra Ólafs Egilssonar sóknarprests að Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Eins og mörgum er kunnugt var Ólafur einn þeirra sem teknir voru til fanga í Tyrkjaráninu 1627 þegar ræningjar […]
Tillaga að deiliskipulagi í austurbæ

Deiliskipulag austurbæjar við miðbæ var til umræðu á fundi umhverfis og skipulagsráðs í gær. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af deiliskipulagsmörkum miðbæjar, miðlínu Ásavegar, mörkum aðliggjandi deiliskipulags fyrir þjónustustofnanir, mörkum deiliskipulags austurbæjar, jaðri Eldfellshrauns og deiliskipulagi gosminja Blátinds. Deiliskipulagssvæðið er um 4,1 ha að stærð. Lögð voru fram ný drög að deiliskipulagi fyrir norðurhluta austurbæjar. Innan deiliskipulagssvæðis eru […]
Skólastarf í forgangi

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í gær með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fulltrúum Kennarasambands Íslands og skólastjórnenda um stöðu skólastarfs í ljósi þróunar COVID-19 faraldursins hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Í máli sóttvarnalæknis kom meðal annars fram að hlutfall barna (0-18 ára) af heildarfjölda smitaðra er áþekkt […]