Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum, sem er hópur áhugafólks um sögu og menningu Vestmannaeyja, hefur um nokkurra ára skeið átt sér þann draum að standa fyrir útgáfu á Reisubók séra Ólafs Egilssonar sóknarprests að Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Eins og mörgum er kunnugt var Ólafur einn þeirra sem teknir voru til fanga í Tyrkjaráninu 1627 þegar ræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja í júlí, drápu yfir 30 Eyjamenn, tóku 242 þeirra til fanga og fluttu með sér til Alsír á þrælamarkaði. Ólafur var sendur til baka árið 1628 til þess að afla gjalds til lausnar þeim sem hnepptir höfðu verið í þrældóm. Alla þessa atburði skráði Ólafur hjá sér og er sú samantekt til, reyndar ekki í frumriti, heldur í afritum og þekkt sem Reisubók séra Ólafs Egilssonar.
Reisubókin hefur áður verið gefin út nokkrum sinnum, síðast fyrir rúmum 50 árum, árið 1969.
Árið 1981 var Þórði Tómassyni í Skógum fært handrit að Reisubókinni sem hinn þekkti handritaskrifari, Sigurður Magnússon frá Holtum í Hornafirði, skrifaði 1779. Handrit Sigurðar hefur ekki verið notað í fyrri útgáfum. Þegar Þórði barst til eyrna að Sögusetrið 1627 hygðist gefa út Reisubókina hvatti hann mjög eindregið til þess að handrit Sigurðar yrði notað. Stjórn Sögusetursins tók þeirri hugmynd fagnandi og hófst þegar handa við að kanna möguleika á að gefa út hina tilkomumiklu sögu séra Ólafs að Ofanleiti og að nýta textann sem Þórður benti á. Þá var og ákveðið að hafa með í útgáfunni ýmsa aðra texta sem tengjast Tyrkjaráninu.
Með útgáfu þeirri sem nú er orðin að veruleika má segja að langþráður draumur um vandaða og nýja útgáfu Reisubókarinnar hafi ræst. Reisubókin á enn sem fyrr fullt erindi til allra þeirra sem áhuga hafa á sögu og menningu, ekki síst til þeirra sem setja vilja sig inn í atburðina í Vestmannaeyjum í júlí 1627 og eftirleik þeirra.
Þeir Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja og Már Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands hafa annast útgáfuna fyrir hönd Sögusetursins 1627 og gert hana að vönduðu verki þar sem einum sérstakasta hluta í sögu Vestmannaeyja eru gerð mjög tæmandi skil á 377 blaðsíðum.
Forsala á Reisubókinni verður í anddyri Safnahússins fimmtudaginn 15.okt. milli kl. 13 og 18. Þar verður bókin boðin á sérstöku kynningarverði, kr. 4000. Þeir sem þegar hafa skráð sig á forsölulista eru beðnir að koma í anddyrið á umræddum tíma og nálgast sínar bækur.
Reisubók Ólafs Egilssonar á fullt erindi inn á sem allra flest heimili í Vestmannaeyjum. Hún er einnig mjög tilvalin til tækifærisgjafa og hver veit nema hún verði jólabókin í ár.
Ragnar Óskarsson
formaður stjórnar Söguseturs 1627
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst