Enn er blásið til Eyjatónleika í Hörpu
„Elsku vinir, þá liggur þetta fyrir og ég held að fólk eigi von á geggjuðum tónleikum. Við erum afar sátt með listafólkið sem verður með okkur. Ekki missa af þessum einstaka viðburði,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson sem ætlar ásamt Guðrúnu Marý Ólafsdóttur, konu sinni að slá í 14. Eyjatónleikana í Hörpunni í janúar. Þetta kemur […]
Vel heppnuð uppskeruhátíð Sumarlesturs
„Við áætlum að um 100 manns hafi mætt og gert með okkur glaðan dag. Bergrún Íris barnabókarithöfundur og teiknari var með skemmtilegt erindi,“ segir á Fésbókarsíðu Bókasafnsins um vel heppnaða uppskeruhátíð Sumarlestursins s.l. laugardag. „Við vorum með happdrætti úr miðum fyrir hverja lesna bók í sumar, hægt var að fá ofurhetjumyndir af sér, sækja glaðning […]
Óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2024. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undafarin ár. […]
Karlakór hugar að Færeyjaferð
Hið árlega Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja var í Akóges í gærkvöldi og vel mætt eins og vænta mátti. Er þessi skemmtilegi siður gott upphaf á starfsárinu. „Það er hins vegar undir okkur öllum komið hversu gagnlegt og skemmtilegt þetta verður. Það skiptir miklu máli að við mætum vel sjálfir og verum duglegir að bjóða með okkur,“ […]
Þórhallur bauð upp á einlæga stund í Einarsstofu
Þórhallur Helgi Barðason er ekki maður einhamur, syngur, kennir söng, yrkir, gefur út ljóðabækur, stjórnar kórum og nær að hrífa fólk með einlægum upplestri úr kvæðum sínum. Allt fékk þetta að njóta sín á yndisstund á fimmtudagskvöldið í Einarsstofu. Aðalstefið var upplestur á ljóðum Þórhalls við undirleik hljómsveitar Þóris Ólafsson. Sjálfur tók Þórhallur lagið og […]
Fleiri myndir frá Matey
Sjávarréttahátíðin Matey stendur nú yfir í Eyjum. Á miðvikudaginn hófst hátíðin með opnunarhátíð í Sagnheimum. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari mætti þar og tók meðfylgjandi myndir. Sjá einnig: MATEY: Mikið hlegið á opnunarhátíðinni – Eyjafréttir (eyjafrettir.is) (meira…)
MATEY: Mikið hlegið á opnunarhátíðinni
Í gær var haldin opnunarhátíð MATEY Seafood Festival í Sagnheimum, Safnahúsinu í Vestmannaeyjum. Viðburðurinn markaði upphaf hátíðarinnar sem fagnar íslenskum sjávarfangi og framúrskarandi matreiðslu. Í ár eru gestakokkarnir allar konur, leiðtogar í matreiðslu og koma víða að úr heiminum. Mun reynast okkur vel í markaðssetningu erlendis Frosti Gíslason, verkefnastjóri Mateyjar var ánægður með hvernig til […]
Gjaldfrjáls námsgögn og tvöfalt fjármagn til námsgagnagerðar
Fjárframlag til námsgagnagerðar tvöfaldast og námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema fram að 18 ára aldri. Aðgerðirnar eru liður í heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna og menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Nýtt frumvarp um námsgögn hefur verið samþykkt af ríkisstjórn til fyrirlagningar á Alþingi. Ein af áherslum menntastefnu stjórnvalda er að í boði séu fjölbreytt námsgögn sem […]
Vísurnar hans Inga Steins
„Það er mér sannur heiður að standa hér með bókina, Vísurnar hans pabba, en textann skrifaði ég sjálfur en ljóð og og vísur eru eftir pabba sjálfan. Inga Stein Ólafsson sem fæddist í Eyjum 22. apríl 1942 og lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 19. desember 2022,“ sagði Friðþór Vestmann Ingason, sonur Inga Steins og Guðnýjar Stefaníu […]
Víglundur Þór Þorsteinsson – Þakkir á afmælisdegi
Eitt af því sem mestu skiptir um hvort söfn dafni eða deyi er alúð og ástríða þeirra sem þar starfa. Með því á ég ekki einungis við fasta starfsmenn safnsins hverju sinni, þótt þeir skipti vissulega miklu. Ég á ekki síður við alla þá sem með einum eða öðrum hætti rétta safninu hjálparhönd, hvort heldur […]