Covid19

Covid19 tröllríður öllum fjölmiðlum alla daga og sumum finnst kannski nóg um, en hér frá mér kemur smá reynslusaga, tillaga og skoðun. Í fyrstu bylgjunni sl. vetur vildi þannig til að mjög nánir ættingjar mínir, eldri borgarar, voru staddir á sólarströnd þegar allt fór á fleygi ferð. Ákveðið var að stytta ferðina og koma heim […]
Eiður Aron í ÍBV

“Eins og allir vita er desember mánuður fagnaðarerindis og viljum við hér með flytja ykkur eitt slíkt!” á þessum orðum hefst tilkynning frá knattspyrnuráði ÍBV. Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og er að flytja til Eyja með fjölskyldu sína. Þessi öflugi varnarmaður hóf feril sinn eins og allir vita […]
Sundlaugar opna og íþróttir heimilar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi 10. desember næstkomandi. Varfærnar tilslakanir verða gerðar á reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og gilda breytingarnar til 12. janúar. Reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar verður að mestu óbreytt til áramóta en gert er ráð fyrir að kynna fljótlega nýjar reglur […]
38 sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs

Alls sóttu 38 um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Stjórn vinnur nú við að fara yfir umsóknir og meta og mun það taka einhvern tíma. Það má þó búast við frekari fréttum í vikunni samkvæmt svari frá Arnari Péturssyni stjórnarformanni Herjólfs OHF til Eyjafrétta. Samkvæmt upplýsingalögum er stjórn heimilt að birta lista yfir umsækjendur en ekki skylt að gera það. Eyjafréttir […]
Forval hjá VG í Suðurkjördæmi

Kjördæmisráð Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi ákvað á fundi sínum í gærkvöld að efna til forvals fyrir Alþingiskosningarnar í september á næsta ári. Efnt var til atkvæðagreiðslu um málið og var mikill meirihluti fundarmanna fylgjandi þeirri leið að hafa forval en ekki uppstillingu á framboðslistann. Nú þegar hafa nokkrir lýst vilja sínum til að […]