Alls sóttu 38 um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Stjórn vinnur nú við að fara yfir umsóknir og meta og mun það taka einhvern tíma. Það má þó búast við frekari fréttum í vikunni samkvæmt svari frá Arnari Péturssyni stjórnarformanni Herjólfs OHF til Eyjafrétta.
Samkvæmt upplýsingalögum er stjórn heimilt að birta lista yfir umsækjendur en ekki skylt að gera það.
Eyjafréttir hafa áður greint frá því að Grímur Gíslason fyrrverandi stjórnarformaður Herjólfs ohf sé meðal umsækjenda. Þá sagði Magnús Bragason eigandi Hótel Vestmannaeyja frá því á facebook síðu sinni að hann sé meðal umsækjanda. Eyjafréttir mun fylgja málinu eftir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst